Fótbolti

Drogba fékk faðmlag frá aðdáanda Chelsea í miðjum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray lék vináttuleik gegn enska liðinu Shrewsbury um helgina en margir áhorfendur leiksins mættu greinilega til að sjá Didier Drogba, leikmann Galatasaray, á vellinum.

Drogba lék í áraraðir fyrir enska félagið Chelsea og er í raun litið á leikmanninn sem goðsögn hjá félaginu.

Einn aðdáenda Chelsea slapp inn á völlinn um helgina og fór beint til átrúnargoðsins Didier Drogba.

Þeir félagarnir féllust í faðma í dágóða stund en þegar leið á virtist maðurinn fara nokkuð í taugarnar á Drogba.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×