Innlent

Moka út lottómiðum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Það er brjálað að gera í lottósölunni, flestir að kaupa og eiginlega er meira keypt af lottómiðum en bensíni í dag,“ segir Guðjón Sigmundsson, útimaður hjá Olís Hamraborg í samtali við Vísi.

Lottópotturinn í kvöld stefnir í 125 milljónir króna, sem er stærsti vinningur Íslandssögunnar.

Verslanir af öllu tagi moka út miðum í dag - einhver verður jú að vinna á endanum.

Vaktstjóri N1 á Hringbraut segir einnig mikið að gera í lottósölunni þar.

„Miðað við venjulega er mikil lottó sala. Ég held að flestir sem ekki kaupa sér almennt lottó séu að kaupa sér miða,“ segir vaktstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×