Doktorinn og Heiða gefa út Alheiminn! Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:30 Gunnar Lárus Hjálmarsson, Heiða Eiríksdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Elvar Geir Sævarsson á æfingu. mynd/einkasafn „Þetta er öðrvísi plata en Abbababb!, þessi er fjölbreyttari og það er meira lagt í hana,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Doktor Gunni, sem gaf nýverið út plötuna Alheimurinn!. Plötuna vann hann með Heiðu Eiríksdóttur tónlistarkonu, Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara og Elvari Geir Sævarssyni gítarleikari. Einnig komu mikið við sögu Björgvin Ívar Baldursson og faðir hans Baldur Guðmundsson. Þetta er önnur barnaplatan Doktorsins en platan Abbababb! kom út árið 1997. „Þetta er alvöru poppplata, þetta er ekki einhver sérstaklega gerð barnaplata. Hún er fyrir alla,“ bætir Gunnar við um plötuna. Fyrsta smáskífulagið af plötunni varð að nokkurs konar þjóðsöng en það var lagið Glaðasti hundur í heimi. „Lagið varð mun vinsælla en við héldum í upphafi. Við vissum að Friðrik Dór væri vinsæll en það vissi enginn að þetta lag yrði svona vinsælt,“ segir Heiða Eiríksdóttir um þetta geysivinsæla lag.Glaðasti hundurinn prýðir plötuumslagið.„Ég og Gunni byrjuðum á að vinna í plötunni í vor og þetta var einskonar sumarvinna hjá okkur. Við vorum mikið í upptökuheimilinu Geimsteini og eyddum því miklum tíma í Keflavík. Það er samt í góðu lagi því að besta sjoppa á landinu, Ungó, er þar með gífurlega mikið úrval af framandi nammi og gosdrykkjum. Það hefur áreiðanlega skilað sér beint í plötugerðina,“ bætir við Heiða við. Fjölmargir aðrir gestir syngja á plötunni. Sóli Hólm, Bjartmar Guðlaugsson, Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og Mugison koma fram í Brjáluðu stuðlagi. Jóhann Helgason syngur Ræ ræ ræ. Helgi Björnsson syngur Ég elska flugur. Þá koma einnig við sögu Lóa í FM Belfast, Haukur úr Morðingjunum og Steinunn Harðardóttir. Doktor Gunni og Heiða syngja svo fjölda laga á plötunni. „Það var mjög erfitt að ná í Helga Björns þegar við unnum í plötunni. Hann fór í brjálaða hestaferð og var í henni í rúma viku og þegar hann kom til baka var hann ekki búinn að heyra lagið. Hann heyrði lagið einu sinni í stúdíóinu og rúllaði því upp,“ segir Heiða frá létt í lundu. Plötunni verður fylgt eftir á næstu vikum, bæði í leikskólum og í verslunarmiðstöðvum. „ Það verður rosa stuð hjá okkur á næstunni, en við bíðum líklega með útgáfutónleikana þangað til á næsta ári,“ segir Doktor Gunni að lokum. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þetta er öðrvísi plata en Abbababb!, þessi er fjölbreyttari og það er meira lagt í hana,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Doktor Gunni, sem gaf nýverið út plötuna Alheimurinn!. Plötuna vann hann með Heiðu Eiríksdóttur tónlistarkonu, Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara og Elvari Geir Sævarssyni gítarleikari. Einnig komu mikið við sögu Björgvin Ívar Baldursson og faðir hans Baldur Guðmundsson. Þetta er önnur barnaplatan Doktorsins en platan Abbababb! kom út árið 1997. „Þetta er alvöru poppplata, þetta er ekki einhver sérstaklega gerð barnaplata. Hún er fyrir alla,“ bætir Gunnar við um plötuna. Fyrsta smáskífulagið af plötunni varð að nokkurs konar þjóðsöng en það var lagið Glaðasti hundur í heimi. „Lagið varð mun vinsælla en við héldum í upphafi. Við vissum að Friðrik Dór væri vinsæll en það vissi enginn að þetta lag yrði svona vinsælt,“ segir Heiða Eiríksdóttir um þetta geysivinsæla lag.Glaðasti hundurinn prýðir plötuumslagið.„Ég og Gunni byrjuðum á að vinna í plötunni í vor og þetta var einskonar sumarvinna hjá okkur. Við vorum mikið í upptökuheimilinu Geimsteini og eyddum því miklum tíma í Keflavík. Það er samt í góðu lagi því að besta sjoppa á landinu, Ungó, er þar með gífurlega mikið úrval af framandi nammi og gosdrykkjum. Það hefur áreiðanlega skilað sér beint í plötugerðina,“ bætir við Heiða við. Fjölmargir aðrir gestir syngja á plötunni. Sóli Hólm, Bjartmar Guðlaugsson, Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og Mugison koma fram í Brjáluðu stuðlagi. Jóhann Helgason syngur Ræ ræ ræ. Helgi Björnsson syngur Ég elska flugur. Þá koma einnig við sögu Lóa í FM Belfast, Haukur úr Morðingjunum og Steinunn Harðardóttir. Doktor Gunni og Heiða syngja svo fjölda laga á plötunni. „Það var mjög erfitt að ná í Helga Björns þegar við unnum í plötunni. Hann fór í brjálaða hestaferð og var í henni í rúma viku og þegar hann kom til baka var hann ekki búinn að heyra lagið. Hann heyrði lagið einu sinni í stúdíóinu og rúllaði því upp,“ segir Heiða frá létt í lundu. Plötunni verður fylgt eftir á næstu vikum, bæði í leikskólum og í verslunarmiðstöðvum. „ Það verður rosa stuð hjá okkur á næstunni, en við bíðum líklega með útgáfutónleikana þangað til á næsta ári,“ segir Doktor Gunni að lokum.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira