Doktorinn og Heiða gefa út Alheiminn! Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:30 Gunnar Lárus Hjálmarsson, Heiða Eiríksdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Elvar Geir Sævarsson á æfingu. mynd/einkasafn „Þetta er öðrvísi plata en Abbababb!, þessi er fjölbreyttari og það er meira lagt í hana,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Doktor Gunni, sem gaf nýverið út plötuna Alheimurinn!. Plötuna vann hann með Heiðu Eiríksdóttur tónlistarkonu, Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara og Elvari Geir Sævarssyni gítarleikari. Einnig komu mikið við sögu Björgvin Ívar Baldursson og faðir hans Baldur Guðmundsson. Þetta er önnur barnaplatan Doktorsins en platan Abbababb! kom út árið 1997. „Þetta er alvöru poppplata, þetta er ekki einhver sérstaklega gerð barnaplata. Hún er fyrir alla,“ bætir Gunnar við um plötuna. Fyrsta smáskífulagið af plötunni varð að nokkurs konar þjóðsöng en það var lagið Glaðasti hundur í heimi. „Lagið varð mun vinsælla en við héldum í upphafi. Við vissum að Friðrik Dór væri vinsæll en það vissi enginn að þetta lag yrði svona vinsælt,“ segir Heiða Eiríksdóttir um þetta geysivinsæla lag.Glaðasti hundurinn prýðir plötuumslagið.„Ég og Gunni byrjuðum á að vinna í plötunni í vor og þetta var einskonar sumarvinna hjá okkur. Við vorum mikið í upptökuheimilinu Geimsteini og eyddum því miklum tíma í Keflavík. Það er samt í góðu lagi því að besta sjoppa á landinu, Ungó, er þar með gífurlega mikið úrval af framandi nammi og gosdrykkjum. Það hefur áreiðanlega skilað sér beint í plötugerðina,“ bætir við Heiða við. Fjölmargir aðrir gestir syngja á plötunni. Sóli Hólm, Bjartmar Guðlaugsson, Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og Mugison koma fram í Brjáluðu stuðlagi. Jóhann Helgason syngur Ræ ræ ræ. Helgi Björnsson syngur Ég elska flugur. Þá koma einnig við sögu Lóa í FM Belfast, Haukur úr Morðingjunum og Steinunn Harðardóttir. Doktor Gunni og Heiða syngja svo fjölda laga á plötunni. „Það var mjög erfitt að ná í Helga Björns þegar við unnum í plötunni. Hann fór í brjálaða hestaferð og var í henni í rúma viku og þegar hann kom til baka var hann ekki búinn að heyra lagið. Hann heyrði lagið einu sinni í stúdíóinu og rúllaði því upp,“ segir Heiða frá létt í lundu. Plötunni verður fylgt eftir á næstu vikum, bæði í leikskólum og í verslunarmiðstöðvum. „ Það verður rosa stuð hjá okkur á næstunni, en við bíðum líklega með útgáfutónleikana þangað til á næsta ári,“ segir Doktor Gunni að lokum. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
„Þetta er öðrvísi plata en Abbababb!, þessi er fjölbreyttari og það er meira lagt í hana,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Doktor Gunni, sem gaf nýverið út plötuna Alheimurinn!. Plötuna vann hann með Heiðu Eiríksdóttur tónlistarkonu, Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara og Elvari Geir Sævarssyni gítarleikari. Einnig komu mikið við sögu Björgvin Ívar Baldursson og faðir hans Baldur Guðmundsson. Þetta er önnur barnaplatan Doktorsins en platan Abbababb! kom út árið 1997. „Þetta er alvöru poppplata, þetta er ekki einhver sérstaklega gerð barnaplata. Hún er fyrir alla,“ bætir Gunnar við um plötuna. Fyrsta smáskífulagið af plötunni varð að nokkurs konar þjóðsöng en það var lagið Glaðasti hundur í heimi. „Lagið varð mun vinsælla en við héldum í upphafi. Við vissum að Friðrik Dór væri vinsæll en það vissi enginn að þetta lag yrði svona vinsælt,“ segir Heiða Eiríksdóttir um þetta geysivinsæla lag.Glaðasti hundurinn prýðir plötuumslagið.„Ég og Gunni byrjuðum á að vinna í plötunni í vor og þetta var einskonar sumarvinna hjá okkur. Við vorum mikið í upptökuheimilinu Geimsteini og eyddum því miklum tíma í Keflavík. Það er samt í góðu lagi því að besta sjoppa á landinu, Ungó, er þar með gífurlega mikið úrval af framandi nammi og gosdrykkjum. Það hefur áreiðanlega skilað sér beint í plötugerðina,“ bætir við Heiða við. Fjölmargir aðrir gestir syngja á plötunni. Sóli Hólm, Bjartmar Guðlaugsson, Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og Mugison koma fram í Brjáluðu stuðlagi. Jóhann Helgason syngur Ræ ræ ræ. Helgi Björnsson syngur Ég elska flugur. Þá koma einnig við sögu Lóa í FM Belfast, Haukur úr Morðingjunum og Steinunn Harðardóttir. Doktor Gunni og Heiða syngja svo fjölda laga á plötunni. „Það var mjög erfitt að ná í Helga Björns þegar við unnum í plötunni. Hann fór í brjálaða hestaferð og var í henni í rúma viku og þegar hann kom til baka var hann ekki búinn að heyra lagið. Hann heyrði lagið einu sinni í stúdíóinu og rúllaði því upp,“ segir Heiða frá létt í lundu. Plötunni verður fylgt eftir á næstu vikum, bæði í leikskólum og í verslunarmiðstöðvum. „ Það verður rosa stuð hjá okkur á næstunni, en við bíðum líklega með útgáfutónleikana þangað til á næsta ári,“ segir Doktor Gunni að lokum.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning