Biðja um stærra framlag til Spennistöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2013 15:17 Myndir/GVA Ákveðið hefur verið að fara í framkvæmdir í Spennistöðinni svokölluðu, sem er fyrrum spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur áföst Austurbæjarskóla, og innrétta þar félags- og menningarmiðstöð. Þar með á að leysa úr áratugalöngum húsnæðisvanda skólans og frístundar. Einungis 20 milljónir eru þó áætlaðar í framkvæmdina á fjárhagsáætlun 2014, en kostnaður við fyrsta áfanga verkefnisins er áætlaður 80 milljónir króna. Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að senda áskorun á borgarfulltrúa þar sem skorað er á þá að setja meiri fjármuni í verkið strax á næsta ári. „Við erum alltaf svo bjartsýn í skólasamfélaginu og vonum að menn sjái að sér og geri betur,“ segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjarskóla. „Hugmyndin er nota Spennistöðina sem aðstöðu fyrir skólann á skólatíma, frístundaaðstöðu eftir hádegi og svo væri hægt að samnýta þetta sem félagsmiðstöð. Íbúasamtök gætu einnig óskað eftir aðstöðu þegar á þarf að halda. Um er að ræða fjölnota sal sem íbúasamfélagið getur leitað til með eitt og annað,“ segir Guðmundur. Hugmyndin um nýtingu Spennistöðvarinnar eru komnar frá íbúaþingi sem haldið var í skólanum, með þátttöku nemenda. „Húsnæðisvandinn er búinn að vera viðvarandi mjög lengi. Við höfum verið í litlu húsnæði á fjórðu hæð, en það er ekki hentugt að vera með börn á fjórðu hæð í félagsstarfi. Þannig að við erum komin í lausa kennslustofu á lóð skólans, þar sem þrjú hús eru. Þetta eru 60 fermetra hús - það er ekki mikið hægt að gera þar.“ Gólfflötur Spennistöðvarinnar er um 340 fermetrar en áætlað er að byggja milliloft yfir hluta húsnæðisins svo það yrði alls 595 fm. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fara í framkvæmdir í Spennistöðinni svokölluðu, sem er fyrrum spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur áföst Austurbæjarskóla, og innrétta þar félags- og menningarmiðstöð. Þar með á að leysa úr áratugalöngum húsnæðisvanda skólans og frístundar. Einungis 20 milljónir eru þó áætlaðar í framkvæmdina á fjárhagsáætlun 2014, en kostnaður við fyrsta áfanga verkefnisins er áætlaður 80 milljónir króna. Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að senda áskorun á borgarfulltrúa þar sem skorað er á þá að setja meiri fjármuni í verkið strax á næsta ári. „Við erum alltaf svo bjartsýn í skólasamfélaginu og vonum að menn sjái að sér og geri betur,“ segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjarskóla. „Hugmyndin er nota Spennistöðina sem aðstöðu fyrir skólann á skólatíma, frístundaaðstöðu eftir hádegi og svo væri hægt að samnýta þetta sem félagsmiðstöð. Íbúasamtök gætu einnig óskað eftir aðstöðu þegar á þarf að halda. Um er að ræða fjölnota sal sem íbúasamfélagið getur leitað til með eitt og annað,“ segir Guðmundur. Hugmyndin um nýtingu Spennistöðvarinnar eru komnar frá íbúaþingi sem haldið var í skólanum, með þátttöku nemenda. „Húsnæðisvandinn er búinn að vera viðvarandi mjög lengi. Við höfum verið í litlu húsnæði á fjórðu hæð, en það er ekki hentugt að vera með börn á fjórðu hæð í félagsstarfi. Þannig að við erum komin í lausa kennslustofu á lóð skólans, þar sem þrjú hús eru. Þetta eru 60 fermetra hús - það er ekki mikið hægt að gera þar.“ Gólfflötur Spennistöðvarinnar er um 340 fermetrar en áætlað er að byggja milliloft yfir hluta húsnæðisins svo það yrði alls 595 fm.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira