Innlent

Ljósleiðarar í sundur í Vesturbænum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Hari
Tveir ljósleiðarar slitnuðu við Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Að sögn Bjarka Guðmundssonar, rekstrarstjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, hefur það í för með sér að þjónusta við viðskiptavini norðan Kaplaskjólsvegar og út að Keilugranda liggur niðri.

Ljósleiðararnir slitnuðu vegna framkvæmda á lóð við Grandaveg, en vinnuvélar slitu þá í sundur.

Bjarki segir að unnið sé að viðgerðum og þeim haldið áfram fram eftir kvöldi. Þegar ljósleiðararnir komast í gagnið aftur komi tilkynning á vefsíðu Gagnaveitunnar. Hann segir að enn sem komið er sé ekki hægt að tímasetja hvenær viðgerðum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×