Kaupmenn sofa til hádegis og missa viðskipti Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2013 13:11 Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda ferðamanna heimsækja höfuðborgina á hverju ári og hafa margir hverjir skamma viðdvöl, hvort sem þeir koma með skemmtiferðaskipum eða flugi. Hildur Símonardóttir kaupmaður í Vinnufatabúðinni við Laugaveg og stjórnarmaður í Samtökum kaupmanna og fasteigna við Laugaveg segir ferðamenn árrisula en þeir komi nánast alls staðar að lokuðum dyrum verslana við aðalverslunargötu borgarinnar fyrir hádegi. „Það eru flestir með lokað og opna ekki fyrr en klukkan ellefu eða tólf að deginum. Ég held að það séu fjórir eða fimm aðilar sem opna klukkan níu, við (Vinnufatabúðin) opnum klukkan níu, Brynja opnar og Guðsteinn og ég held að Gilbert opni enn klukkan níu,“ segir Hildur. Þetta sé sérstaklega bagalegt með verslanir hönnuða en ferðamenn sæki eðlilega í verslanir þeirra. „Túristar hafa bara þrjá til fjóra tíma í stoppi. Síðan eru þeir farnir í ferðir og koma svo að lokuðum dyrum þegar þeir koma í bæinn aftur, hvort sem þeir ferðast með skipum eða flugi. Þetta er tímaskekkja,“ segir Hildur. En á meðan ferðamenn af skemmtiferðaskipum séu í alls kyns ferðum séu þúsundir starfsmanna skipanna í borginni og vilji versla. Það skjóti því skökku við í höfuðborginni séu verslanir meira og minna lokaðar til hádegis. „Þannig að þetta er fáránlegt. Þetta fólk myndi eflaust koma beint niður í miðbæ ef yrði opnað fyrr. Síðan má ekki gleyma fólki sem er í vaktavinnu, fólk sem vill kaupa afmælisgjafir og þess háttar, það kemur að lokuðum dyrum. Það er kominn dagur þegar klukkan er orðin ellefu eða tólf. Þetta er bara bull,“ segir Hildur. Hildur segir eldri verslunareigendur opna um klukkan níu en þeir yngri ekki fyrr en undir hádegi. „Við getum farið í svona Siesta milli klukkan tvö og þrjú eins og suðrænar þjóðir gera. Þetta eru auðvitað allt einyrkjar sem ráða sér sjálfir. En ef fólk vill gera betur og fá meira inn í kassann verður það að standa vaktina,“ segir Hildur Símonardóttir kaupmaður við Laugarveginn. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda ferðamanna heimsækja höfuðborgina á hverju ári og hafa margir hverjir skamma viðdvöl, hvort sem þeir koma með skemmtiferðaskipum eða flugi. Hildur Símonardóttir kaupmaður í Vinnufatabúðinni við Laugaveg og stjórnarmaður í Samtökum kaupmanna og fasteigna við Laugaveg segir ferðamenn árrisula en þeir komi nánast alls staðar að lokuðum dyrum verslana við aðalverslunargötu borgarinnar fyrir hádegi. „Það eru flestir með lokað og opna ekki fyrr en klukkan ellefu eða tólf að deginum. Ég held að það séu fjórir eða fimm aðilar sem opna klukkan níu, við (Vinnufatabúðin) opnum klukkan níu, Brynja opnar og Guðsteinn og ég held að Gilbert opni enn klukkan níu,“ segir Hildur. Þetta sé sérstaklega bagalegt með verslanir hönnuða en ferðamenn sæki eðlilega í verslanir þeirra. „Túristar hafa bara þrjá til fjóra tíma í stoppi. Síðan eru þeir farnir í ferðir og koma svo að lokuðum dyrum þegar þeir koma í bæinn aftur, hvort sem þeir ferðast með skipum eða flugi. Þetta er tímaskekkja,“ segir Hildur. En á meðan ferðamenn af skemmtiferðaskipum séu í alls kyns ferðum séu þúsundir starfsmanna skipanna í borginni og vilji versla. Það skjóti því skökku við í höfuðborginni séu verslanir meira og minna lokaðar til hádegis. „Þannig að þetta er fáránlegt. Þetta fólk myndi eflaust koma beint niður í miðbæ ef yrði opnað fyrr. Síðan má ekki gleyma fólki sem er í vaktavinnu, fólk sem vill kaupa afmælisgjafir og þess háttar, það kemur að lokuðum dyrum. Það er kominn dagur þegar klukkan er orðin ellefu eða tólf. Þetta er bara bull,“ segir Hildur. Hildur segir eldri verslunareigendur opna um klukkan níu en þeir yngri ekki fyrr en undir hádegi. „Við getum farið í svona Siesta milli klukkan tvö og þrjú eins og suðrænar þjóðir gera. Þetta eru auðvitað allt einyrkjar sem ráða sér sjálfir. En ef fólk vill gera betur og fá meira inn í kassann verður það að standa vaktina,“ segir Hildur Símonardóttir kaupmaður við Laugarveginn.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira