Fótbolti

Atletico Madrid eygir Suarez í stað Falcao

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Suarez hefur farið á kostum á tímabilinu og verður erfitt fyrir Liverpool að halda honum án Meistaradeildarfótbolta
Suarez hefur farið á kostum á tímabilinu og verður erfitt fyrir Liverpool að halda honum án Meistaradeildarfótbolta Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur hug á að kaupa framherjan sjóðandi Radamel Falcao frá Atletico Madrid. Falcao hefur skorað grimmt fyrir Atletico sem er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Atletico leiki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og ákaflega litlar líkur er á því að Liverpool komist í deild þeirra bestu í Evrópu. Því horfa forráðamenn Atletico til þess að liðið geti freistað markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar, Luis Suarez, með Meistaradeildar fótbolta á næstu leiktíð.

„Það verður ekki rætt formlega við Liverpool fyrr en í maí,“ sagði heimildarmaður innan herbúða Atletico.

„Við verðum komnir aftur á hæsta þrep evrópskrar knattspyrnu og við ætlum ekki þangað án þeirra gæða sem þarf,“ sagð þessi sami ónefndi heimildarmaður.

Talið er næsta víst að Falcao yfirgefi Atletico þrátt fyrir að félagið komist í Meistaradeild Evrópu og hefur Manchester City verði nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður ásamt Chelsea. Talið er að greiða þurfi um 43 milljónir punda fyrir Falcao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×