Fótbolti

Kolbeinn skoraði og Ajax á toppinn

Leikmenn Ajax fagna Kolbeini í dag.
Leikmenn Ajax fagna Kolbeini í dag.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrir Ajax í dag er liðið lagði Zwolle, 3-0, og komst um leið í toppsæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn kom Ajax yfir á 19. mínútu og Siem de Jong bætti örðu marki við sjö mínútum síðar. Derk Boerrigter skoraði svo tíu mínútum fyrir leikslok.

Kolbeinn fór af velli á 68. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson sat allan tímann á varamannabekk Zwolle.

Ajax er með 54 stig í efsta sæti en PSV og Feyenoord eru með 53.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×