Innlent

Afgangur verður af maí-kvóta

Blíða sem þessi hefur verið fágæt að undanförnu, bræla hefur hamlað strandveiðum.
Blíða sem þessi hefur verið fágæt að undanförnu, bræla hefur hamlað strandveiðum.

Nú er ljóst á mikill afgangur verður af maíkvóta strandveiðibáta á þremur veiðisvæðum af fjórum.

Kvótinn er upp urinn á vestursvæðinu, en í gærmorgun var búið að veiða 43 prósent af kvótanum á norður svæðinu, aðeins 29 prósent, eða innan við þriðjung á Norðaustursvæðinu og 53 prósent, eða liðlega helming á Suðursvæðinu.

Þetta er mun verri gangur en í sama mánuði í fyrra, sem að mestu verður rakinn til ótíðar, þannig að bátarnir hafa ekki komist á sjó í marga daga. Í dag er síðasti veiðidagur mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×