Lífið

Leiður yfir dauða Bachelor stjörnu

Howard Stern er sorgmæddur yfir dauða Allemand.
Howard Stern er sorgmæddur yfir dauða Allemand. MYND/GETTY
Vinir og ættingjar raunveruleikastjörnunnar Gia Allemand eru í miklu áfalli vegna fráfalls hennar, en hún á að hafa framið sjálfsmorð fyrr í vikunni. Allemand tók þátt í 14. þáttaröð Bachelor árið 2010 þar sem hún var ein af mörgum yngismeyjum er kepptu um hylli sjarmörsins Jake Pavelka.



Útvarpsmaðurinn umdeildi, Howard Stern, sagði á dögunum að hann hefði horft á þáttaröðina með Allemand og mundi vel eftir henni. Stern sagði að hann væri nokkuð viss um að pressan sem fylgdi því að vera raunveruleikastjarna væri oft gríðarlega mikil, en hvort það hafi átt sinn þátt í því að hún ákvað að enda líf sitt sagði hann vera óvíst.

Stern sagði jafnframt að fólk hefði tilhneigingu til þess að halda að líf annarra væri dans á rósum, sérstaklega fólks sem er mikið í sviðsljósinu.Því fer fjarri að hans sögn.

Kærasti Allemand, körfuboltakapinn Ryan Anderson, kom með yfirlýsingu þess efnis að Allemand hefði alltaf verið ljúf og brosandi og að hann væri alveg eyðilagður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.