Innlent

Örbyggingu listnema rústað

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Göngin sem eyðilögð voru.
Göngin sem eyðilögð voru.
Fyrsta árs nemum við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands brá heldur betur í brún þegar þeir komu að verki sínu í Öskjuhlíð seinnipartinn í gær. Örbygging sem byggð hafði verið í tengslum við verkefni í skólanum hafði verið eyðilögð.

„Við vitum ekkert hvað gerðist. Þetta hefur verið árviss viðburður hjá okkur í skólanum um nokkurt skeið og við höfum aldrei lent í svona löguðu áður,“segir Hildigunnur Sverrisdóttir, fagstjóri í arkitektúr við Listaháskólann.

Nemendurnir hafa undanfarið unnið að því að skoða mismunandi not borgarbúa fyrir Öskjuhlíðina. Þeir unnu verk sín, örbyggingarnar, með notagildi ákveðinna hópa í huga.

„Það hefur heilmikil vinna farið í skemmdarverkin þar sem skorið var á kaðla og spýtur brotnar. Maður bara skilur þetta ekki,“ segir Hildigunnur Sverrisdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×