Einstök byrjun hjá þjálfara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2013 07:30 Sex stig og fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum ÍBV undir stjórnHermanns Hreiðarssonar í Pepsi-deild karla. Mynd/Valli Áður en Hermann Hreiðarsson settist í þjálfarastólinn í Vestmannaeyjum fyrir þetta tímabil hafði engum þjálfara Eyjaliðsins tekist að landa sex stigum í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðið í efstu deild. Nokkrir höfðu náð í fjögur stig en Hermann varð í gær sá fyrsti til að ná í sex stig af sex mögulegum þegar ÍBV vann 4-1 sigur á Breiðabliki á Hásteinsvellinum. „Úrslitin eru kannski ekki alveg spegilmynd leiksins því við fáum tvö mörk í restina en það er ekkert verra að vinna 4-1. Ég var ánægðastur með agaðan varnarleik en auðvitað er maður alltaf fúll að fá á sig mark,“ sagði Hermann í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær. Það er liðið 31 ár síðan að þjálfari stýrði ÍBV-liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum en það voru bara gefin tvö stig fyrir sigur þegar ÍBV vann tvo fyrstu leikina sína sumarið 1982 undir stjórn Englendingsins Steve Fleet. Fleet var þó ekki algjör nýliði í íslenska boltanum því hann hafði þjálfað Skagamenn sumarið áður. Hermann er hins vegar að fá sína fyrstu reynslu af þjálfun og það er ekki hægt annað en „Herminator“ taki sig vel út á hliðarlínunni. „Við vissum að þeir eru með dúndur sóknarlið og að við yrðum að verjast vel til að fá eitthvað út úr leiknum í dag,“ sagði Hermann í viðtalinu á Stöð 2 Sport. ÍBV vann 1-0 sigur á ÍA í fyrstu umferðinni en Hermann segir fyrstu tvo leikina undir sinni stjórn hafa verið ólíka. „Þetta voru mjög ólíkir leikir. Við vorum miklu meira með boltann á móti Skaganum. Þetta var öðruvísi próf fyrir liðið en eins og þá var þetta mjög öflugur varnarleikur,“ sagði Hermann. Það er erfitt að halda öðru fram en að sá kraftur, sigurvilji og barátta sem skilaði Hermanni Hreiðarssyni öðru fremur fimmtán ára atvinnumannaferli í Englandi kristallist ekki í leik Eyjaliðsins undir hans stjórn. Leikmenn hafa gefið allt í fyrstu tvo leikina og uppskorið eftir því. ÍBV mætir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í næsta leik en bæði lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. „Það er gaman að þessu þegar vel gengur en það eru 20 leikir eftir. Það er alvöru próf að fara í Kaplakrikann og gott að geta farið þangað með tvo góða heimasigra á bakinu. Við förum þangað fullir sjálfstrausts og ætlum að halda áfram,“ sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Áður en Hermann Hreiðarsson settist í þjálfarastólinn í Vestmannaeyjum fyrir þetta tímabil hafði engum þjálfara Eyjaliðsins tekist að landa sex stigum í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðið í efstu deild. Nokkrir höfðu náð í fjögur stig en Hermann varð í gær sá fyrsti til að ná í sex stig af sex mögulegum þegar ÍBV vann 4-1 sigur á Breiðabliki á Hásteinsvellinum. „Úrslitin eru kannski ekki alveg spegilmynd leiksins því við fáum tvö mörk í restina en það er ekkert verra að vinna 4-1. Ég var ánægðastur með agaðan varnarleik en auðvitað er maður alltaf fúll að fá á sig mark,“ sagði Hermann í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær. Það er liðið 31 ár síðan að þjálfari stýrði ÍBV-liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum en það voru bara gefin tvö stig fyrir sigur þegar ÍBV vann tvo fyrstu leikina sína sumarið 1982 undir stjórn Englendingsins Steve Fleet. Fleet var þó ekki algjör nýliði í íslenska boltanum því hann hafði þjálfað Skagamenn sumarið áður. Hermann er hins vegar að fá sína fyrstu reynslu af þjálfun og það er ekki hægt annað en „Herminator“ taki sig vel út á hliðarlínunni. „Við vissum að þeir eru með dúndur sóknarlið og að við yrðum að verjast vel til að fá eitthvað út úr leiknum í dag,“ sagði Hermann í viðtalinu á Stöð 2 Sport. ÍBV vann 1-0 sigur á ÍA í fyrstu umferðinni en Hermann segir fyrstu tvo leikina undir sinni stjórn hafa verið ólíka. „Þetta voru mjög ólíkir leikir. Við vorum miklu meira með boltann á móti Skaganum. Þetta var öðruvísi próf fyrir liðið en eins og þá var þetta mjög öflugur varnarleikur,“ sagði Hermann. Það er erfitt að halda öðru fram en að sá kraftur, sigurvilji og barátta sem skilaði Hermanni Hreiðarssyni öðru fremur fimmtán ára atvinnumannaferli í Englandi kristallist ekki í leik Eyjaliðsins undir hans stjórn. Leikmenn hafa gefið allt í fyrstu tvo leikina og uppskorið eftir því. ÍBV mætir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í næsta leik en bæði lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. „Það er gaman að þessu þegar vel gengur en það eru 20 leikir eftir. Það er alvöru próf að fara í Kaplakrikann og gott að geta farið þangað með tvo góða heimasigra á bakinu. Við förum þangað fullir sjálfstrausts og ætlum að halda áfram,“ sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira