Innlent

Íslandsfálki öðlaðist frelsið á ný

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Kristján Egilsson, fyrrverandi safnvörður, sleppir ungum fálka sem var svo óheppinn að fá fýlsælu yfir sig.
Kristján Egilsson, fyrrverandi safnvörður, sleppir ungum fálka sem var svo óheppinn að fá fýlsælu yfir sig. Fréttablaðið/Óskar
„Ég auglýsti í bæjarblaðinu um sleppingu á fuglinum og fjöldi fólks fylgdist með, enda ekki á hverjum degi sem maður sér fálka,“ segir Kristján Egilsson fyrrverandi forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum.

Hann sleppti Íslandsfálka á Stórhöfða á laugardag, en fálkinn hafði um skeið notið aðhlynningar í Náttúrugripasafninu.

Talið er að fálkinn hafi ætlað að veiða ungan fýl en fýllinn snúist til varnar og spúð yfir hann lýsi þannig að fálkinn varð óflugfær á eftir.

Kristján segir um 200 verpandi fálkapör á öllu landinu. Þau eignist að jafnaði þrjá til fimm unga en bara einn til tveir lifi. „Við handsömuðum fálkann, þrifum hann og veiddum bæði dúfur og lunda fyrir hann sem hann át mjög vel,“ segir Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×