Innlent

Urriði gengur upp Öxará

Samúel Karl Ólason skrifar
Vaðandi urriði Á leið sinni á hrygningarstaði í Öxará svamlar hinn stóri Þingvallaurriði mikið.
Vaðandi urriði Á leið sinni á hrygningarstaði í Öxará svamlar hinn stóri Þingvallaurriði mikið. Mynd/Pjetur
Ferðamenn fylgdust í gær með urriðagöngu í Öxará á Þingvöllum. Urriðinn í Þingvallavatni þykir mjög stór og er gaman að horfa á atganginn í honum.

„Þetta er óvanalega flott, því þú sérð þetta hvergi annars staðar svona glæsilegt. Hann er svo stór og áberandi. Þingvallaurriðinn er stærsti urriði landsins og ef að líkum lætur veraldar. Þannig að það er eðlilegt að mönnum finnist þetta tignarlegt,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, eigandi Laxfiska ehf., sem fór með 150 til 200 manna hóp í fræðslugöngu upp með Öxará á laugardaginn. „Það gekk vel og góð mæting. Veðrið var leiðinlegt í bænum en fínasta veður á Þingvöllum.“

Þrátt fyrir að um mikið sjónarspil sé að ræða þurfa þjóðgarðsgestir að passa sig að trufla urriðann ekki. „Það er mælst til þess að fólk sé ekki alveg frammi á bakkanum að trufla fiskinn við hrygninguna,“ segir Jóhannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×