Innlent

Óvenjulega björt Norðurljós

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
mynd/vilhelm
Óvenju björt norðurljós er að sjá á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina og má búast við því að borgarbúar flykkist út til að dást að fegurð þeirra.

Norðurljós eru náttúruleg ljós á himni sem verða til við árekstra rafhlaðinna agna frá sólinni við atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 km hæð. Algengustu litir norðurljósa eru gulgrænn, grænn og stundum rauður.

Til að unnt sé að sjá norðurljós á Íslandi þá þarf þrennt að koma til:



1. að það sé nægjanleg virkni.

2. að það sé myrkur - tunglstaða hefur áhrif.

3. að það sé þokkalega heiðskýrt.



Veðurstofa Íslands birtir daglega norðurljósaspá á vef sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×