Orðaleikur stelpnanna hafinn Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar 10. júlí 2013 06:30 Katrín Ómarsdóttir, önnur frá hægri, fékk liðsfélaga sína til að brosa á æfingunni í gær. fréttablaðið/óskaró Evrópumeistaramótið í Svíþjóð hefst í dag en Ísland hefur leik á morgun. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á EM, innan sem utan vallar. En hvor þeirra er aðalprakkarinn í íslenska landsliðshópnum? Það hefur verið mikið ritað og rætt um fjarveru Eddu Garðarsdóttur á EM í Svíþjóð sem hefst í dag, en það er ekki síst karakter Eddu sem er sárt saknað því hún var vön að létta leikmönnum lífið á bak við tjöldin. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur umgengist kvennalandsliðið að Edda kann að kalla fram bros hjá liðsfélögum sínum, en það var hún sem boðaði hrekkjusvínafaraldur í Finnlandi fyrir fjórum árum og stóð örugglega við sitt. Það er vissulega mikið af skemmtilegum og sniðugum stelpum í íslenska hópnum en spjótin beinast þó að tveimur þegar kemur að finna eftirmann Eddu í prakkarastrikunum. Fréttablaðið hitti þær Katrínu Ómarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spurði þær út í prakkaraskapinn. Það var stutt í hláturinn og lítið um alvarleg svör hjá þessum skemmtilegu karakterum en þær eiga samt örugglega eftir að taka upp á einhverju óvæntu og skemmtilegu næstu dagana. „Ég er orðin spennt fyrir þessu og það er gaman að vera komin til Kalmar. Ferðalagið var svolítið langt en allt hefur gengið eins og það á að ganga,“ segir Katrín, en hvað með lífið utan vallar?Hallbera er svolítill kútur „Nei, ég held að ég sé ekki orðin aðalprakkarinn. Hallbera er svolítill prakkari. Hún er svolítill kútur,“ sagði Katrín en vill meina að enginn í liðinu sé að reyna að fylla skarð Eddu. „Hún var stór karakter en það eiga bara allir að vera þeir sjálfir og sinna sínum hlutverkum þannig. Það er enginn að fylla neitt skarð,“ segir Katrín. Hún er samt sammála því að hlátur, glens og gaman verði að vera stór hluti af samverustundum liðsins á mótinu. „Þetta verður að vera gaman líka,“ segir Katrín. Að sjálfsögðu bárum við prakkaraummælin undir Hallberu sem var auðvitað búin að frétta af því hvaða stimpil liðsfélagi hennar var búinn að gefa henni.Grín og hlátur verður að fylgja „Ég er mjög hress. Við erum búnar að bíða lengi eftir þessu og höfum verið að æfa heima. Loksins er komið að þessu,“ segir Hallbera, en leynist í henni prakkari? „Katrín er svo mikill kútur. Það verður að hafa gaman af þessu líka. Það þarf að fylgja þessu smá grín og hlátur. Ég kannski hrekki Katrínu bara fyrst hún er að skjóta svona á mig,“ sagði Hallbera hlæjandi. Þar er væntanlega von á ýmsu enda varð það frægt á Íslandi í byrjun ársins þegar hún eyddi mjög löngum tíma inni í skáp til þess eins að geta hrekkt herbergisfélaga sinn, Fanndísi Friðriksdóttur, á Algarve-mótinu.Mikilvægasti leikurinn okkar Bæði Katrín og Hallbera kölluðu hvor aðra kút, eins og lesa má hér að framan, og það var örugglega hluti af orðaleik stelpnanna, þar sem þær fá það verkefni að stinga orðum inn í viðtöl við fjölmiðla. Báðar gera þær sér þó fulla grein fyrir mikilvægi fyrsta leiksins á móti Noregi á morgun. „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum fyrir okkur. Ef við vinnum hann þá er allt mögulegt en ef við töpum honum þá verður þetta miklu erfiðara,“ sagði Katrín og Hallbera er líka klár í verkefni. „Við finnum það alveg að fólk er ekkert að gera alltof miklar væntingar til okkar en það er allt í lagi. Við vitum sjálfar hvað við getum gert,“ sagði Hallbera að lokum. Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Evrópumeistaramótið í Svíþjóð hefst í dag en Ísland hefur leik á morgun. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á EM, innan sem utan vallar. En hvor þeirra er aðalprakkarinn í íslenska landsliðshópnum? Það hefur verið mikið ritað og rætt um fjarveru Eddu Garðarsdóttur á EM í Svíþjóð sem hefst í dag, en það er ekki síst karakter Eddu sem er sárt saknað því hún var vön að létta leikmönnum lífið á bak við tjöldin. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur umgengist kvennalandsliðið að Edda kann að kalla fram bros hjá liðsfélögum sínum, en það var hún sem boðaði hrekkjusvínafaraldur í Finnlandi fyrir fjórum árum og stóð örugglega við sitt. Það er vissulega mikið af skemmtilegum og sniðugum stelpum í íslenska hópnum en spjótin beinast þó að tveimur þegar kemur að finna eftirmann Eddu í prakkarastrikunum. Fréttablaðið hitti þær Katrínu Ómarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spurði þær út í prakkaraskapinn. Það var stutt í hláturinn og lítið um alvarleg svör hjá þessum skemmtilegu karakterum en þær eiga samt örugglega eftir að taka upp á einhverju óvæntu og skemmtilegu næstu dagana. „Ég er orðin spennt fyrir þessu og það er gaman að vera komin til Kalmar. Ferðalagið var svolítið langt en allt hefur gengið eins og það á að ganga,“ segir Katrín, en hvað með lífið utan vallar?Hallbera er svolítill kútur „Nei, ég held að ég sé ekki orðin aðalprakkarinn. Hallbera er svolítill prakkari. Hún er svolítill kútur,“ sagði Katrín en vill meina að enginn í liðinu sé að reyna að fylla skarð Eddu. „Hún var stór karakter en það eiga bara allir að vera þeir sjálfir og sinna sínum hlutverkum þannig. Það er enginn að fylla neitt skarð,“ segir Katrín. Hún er samt sammála því að hlátur, glens og gaman verði að vera stór hluti af samverustundum liðsins á mótinu. „Þetta verður að vera gaman líka,“ segir Katrín. Að sjálfsögðu bárum við prakkaraummælin undir Hallberu sem var auðvitað búin að frétta af því hvaða stimpil liðsfélagi hennar var búinn að gefa henni.Grín og hlátur verður að fylgja „Ég er mjög hress. Við erum búnar að bíða lengi eftir þessu og höfum verið að æfa heima. Loksins er komið að þessu,“ segir Hallbera, en leynist í henni prakkari? „Katrín er svo mikill kútur. Það verður að hafa gaman af þessu líka. Það þarf að fylgja þessu smá grín og hlátur. Ég kannski hrekki Katrínu bara fyrst hún er að skjóta svona á mig,“ sagði Hallbera hlæjandi. Þar er væntanlega von á ýmsu enda varð það frægt á Íslandi í byrjun ársins þegar hún eyddi mjög löngum tíma inni í skáp til þess eins að geta hrekkt herbergisfélaga sinn, Fanndísi Friðriksdóttur, á Algarve-mótinu.Mikilvægasti leikurinn okkar Bæði Katrín og Hallbera kölluðu hvor aðra kút, eins og lesa má hér að framan, og það var örugglega hluti af orðaleik stelpnanna, þar sem þær fá það verkefni að stinga orðum inn í viðtöl við fjölmiðla. Báðar gera þær sér þó fulla grein fyrir mikilvægi fyrsta leiksins á móti Noregi á morgun. „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum fyrir okkur. Ef við vinnum hann þá er allt mögulegt en ef við töpum honum þá verður þetta miklu erfiðara,“ sagði Katrín og Hallbera er líka klár í verkefni. „Við finnum það alveg að fólk er ekkert að gera alltof miklar væntingar til okkar en það er allt í lagi. Við vitum sjálfar hvað við getum gert,“ sagði Hallbera að lokum.
Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira