Innlent

Vilja víðtækari sátt um sjávarútveginn

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðrráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðrráðherra. Mynd/Anton
„Í ljósi undirskriftasöfnunarinnar munum við leggja enn meira á okkur til að ná fram víðtækari sátt í samfélginu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannson sjávarútvegsráðherra.

Forseti Íslands hvatti í gær stjórnvöld til að ná varanlegri og víðtækari sátt um hið umdeilda veiðigjald um leið og hann lýsti því yfir að hann myndi staðfesta ný lög um sérstakt veiðigjald.

Sigurður Ingi segir að þessi víðtæka sátt sé algjör forsenda fyrir því að sjávarútvegurinn geti starfað í friði og að augljóst sé að meiri sátt þurfi í samfélaginu en ríkir nú þegar. Sigurður segir að það sér gríðalegur munur á afstöðu til þessarar atvinnugreinar eftir búsetu og því sé mikilvægt að vinna að sátt á milli ólíkra hópa.

„Við erum fyrst og fremst búin að vinna að sátt í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi en nú er það verkefni okkar að taka umræðuna við byggðarlög landsins til þess að ná enn frekari sátt,“ segir hann og bætir við að markmiðið sé að ná til sem flestra.

„Hluti af því að vinna að sátt í sjávarútvegi er ekki síst að auka skilning í samfélaginu um það hvernig atvinnugreinin virkar og ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná fram víðtakari sátt.“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur jafnframt að mikilvægt sé að ná fram sem víðtækastri sátt en segist þó ekki bjartsýnn á að það verði nokkurn tíman hægt að ná niðurstöðu sem allir geti sætt sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×