Fótbolti

Þrjú af sex bestu liðunum með Íslandi í riðli

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Margrét Lára í viðtali við heimasíðu UEFA.
Margrét Lára í viðtali við heimasíðu UEFA. Mynd/ÓskarÓ
Það efast örugglega enginn um það að íslenska kvennalandsliðið sé í erfiðum riðli á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst í Svíþjóð í kvöld. Fyrsti leikur Íslands er síðan á móti Noregi á morgun.

Breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes bíður viðskiptavinum sínum upp á það að veðja um hvaða lið verður Evrópumeistari. Þar sýna stuðlarnir vel hversu öflugir mótherja bíða íslensku stelpnanna.

Þýskaland þykir líklegast til að vinna titilinn en bæði Noregur (5. sæti) og Holland (6. sæti) eru síðan meðal sex bestu liða mótsins samkvæmt spá sérfræðinga Ladbrokes.

Líkur á sigri á EM samkvæmt Ladbrokes:

Þýskaland: 11/8

Frakkland: 7/2

Svíþjóð: 4/1

England: 10/1

Noregur: 12/1

Holland: 20/1

Danmörk: 20/1

Ítalía: 25/1

Spánn: 25/1

Finnland: 40/1

Rússland: 66/1

Ísland: 66/1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×