Tafir á jólapósti vegna veðurs Hrund Þórsdóttir skrifar 24. desember 2013 13:00 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir jólakortahefðina enn í fullu gildi. Einhver kort berast þó viðtakendum seint í ár. Tafir hafa orðið á dreifingu á jólapóstinum vegna vonskuveðurs sem geysað hefur um landið. Fáir póstdreifingarbílar komust á áfangastaði í gær en aukaferðir verða farnar á annan í jólum. „Póstbílarnir sem áttu að fara frá Reykjavík í gær, fóru ekki nema á Hellu, Hvolsvöll og Selfoss og svo Akranes og Borgarnes. Aðrir bílar fóru ekki úr bænum,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Þannig að fólk annars staðar á landinu má eiga von á töfum á jólapóstinum? „Já, við förum aukaferð á annan í jólum sem var ekki fyrirhuguð svo pósturinn kemst væntanlega til skila á föstudaginn en allur póstur sem var sendur fyrir eða á síðasta skiladegi er kominn á afgreiðslustaði og væntanlega er búið að bera þann póst út.“ Sumir hafa spáð endalokum jólakortsins vegna útbreiðslu rafrænna miðla en Brynjar er á öðru máli. Hvað senda Íslendingar mikið af jólakortum? „Þetta eru tvær og hálf milljón í ár, sem er mjög svipað og í fyrra. Þessi skemmtilega hefð er ennþá í fullu gildi hjá okkur,“ segir hann. Íslendingar eru 320 þúsund talsins svo fyrst þeir senda tvær og hálfa milljón jólakorta má gera ráð fyrir því að hver þeirra sendi og fái átta kort að meðaltali. Úburður heldur áfram eftir því sem veður leyfir á hverju landsvæði. Og eruð þið ennþá á fullu að dreifa því sem eftir er? „Já, pósthúsin voru opin í morgun og svo er útburður á fullu á höfuðborgarsvæðinu og á þeim stöðum sem pósturinn komst til skila á í gær. Svo er útskeyrslan á fullu í dag líka, til klukkan tvö.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Tafir hafa orðið á dreifingu á jólapóstinum vegna vonskuveðurs sem geysað hefur um landið. Fáir póstdreifingarbílar komust á áfangastaði í gær en aukaferðir verða farnar á annan í jólum. „Póstbílarnir sem áttu að fara frá Reykjavík í gær, fóru ekki nema á Hellu, Hvolsvöll og Selfoss og svo Akranes og Borgarnes. Aðrir bílar fóru ekki úr bænum,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Þannig að fólk annars staðar á landinu má eiga von á töfum á jólapóstinum? „Já, við förum aukaferð á annan í jólum sem var ekki fyrirhuguð svo pósturinn kemst væntanlega til skila á föstudaginn en allur póstur sem var sendur fyrir eða á síðasta skiladegi er kominn á afgreiðslustaði og væntanlega er búið að bera þann póst út.“ Sumir hafa spáð endalokum jólakortsins vegna útbreiðslu rafrænna miðla en Brynjar er á öðru máli. Hvað senda Íslendingar mikið af jólakortum? „Þetta eru tvær og hálf milljón í ár, sem er mjög svipað og í fyrra. Þessi skemmtilega hefð er ennþá í fullu gildi hjá okkur,“ segir hann. Íslendingar eru 320 þúsund talsins svo fyrst þeir senda tvær og hálfa milljón jólakorta má gera ráð fyrir því að hver þeirra sendi og fái átta kort að meðaltali. Úburður heldur áfram eftir því sem veður leyfir á hverju landsvæði. Og eruð þið ennþá á fullu að dreifa því sem eftir er? „Já, pósthúsin voru opin í morgun og svo er útburður á fullu á höfuðborgarsvæðinu og á þeim stöðum sem pósturinn komst til skila á í gær. Svo er útskeyrslan á fullu í dag líka, til klukkan tvö.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira