Fótbolti

Alfreð fékk sigur en ekki mark í afmælisgjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason náði ekki að skora í sjöunda deildarleiknum í röð í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en það kom ekki að sök því tíu leikmenn Heerenveen náðu að tryggja sér 1-0 útisigur á RKC Waalwijk.

Alfreð fagnar 24 ára afmæli sínu í dag en náði ekki að bæta við þau fimmtán mörk sem hann hefur skoraði í deildinni á tímabilinu.

Alfreð var tekinn útaf á 58. mínútu en níu mínútum áður hafði miðvörðurinn Ramon Zomer fengið beint rautt spjald. Miðjumaðurinn Pele van Anholt kom inn fyrir íslenska framherjann.

Þrátt fyrir að vera manni færri nær allan seinni hálfleikinn tókst Serbanum Filip Duricic að skora sigurmarkið en það kom úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsti sigur Heerenveen á árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×