Segir stefnuleysi ríkjandi í málefnum geðsjúkra barna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Barnageðlæknar segja að heimsókn til fagteymis gæti verið fyrsti viðkomustaður barna sem glíma við geðræn vandamál. Þar yrði vandinn greindur og þeim vísað áfram til sérfræðings, sálfræðings, barnaverndar eða félagsþjónustunnar. Fréttablaðið/GVA „Vandi barnageðlækninga er ekki einvörðungu fjárhagsvandi, hann er miklu frekar skipulagsvandi,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður Barnageðlæknafélags Íslands og yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur bendir á að af hálfu heilbrigðisyfirvalda hafi ekki verið mörkuð stefna í barna- og unglingageðlækningum, sem valdi skekkju í kerfinu. Þegar börn lenda í tilfinningalegum vanda eða eiga við hegðunarvanda að etja viti foreldrar eða aðstandendur ekki hvert á að leita, hvort þeir eiga að fara á heilsugæslustöð, til skólasálfræðings eða leita til barnaverndar eða á sjúkrahús. Þetta verði til þess að fólk leiti oft í sérhæfða þjónustu og skipulagsleysið valdi auknu álagi á barna- og unglingageðdeildina. „Þetta er aukaálag sem þarf ekki að vera til staðar,“ segir Ólafur. Barnageðlæknafélag Íslands hefur fjallað um þessi mál og ítrekað lýst áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Menn hafa sér í lagi áhyggjur af stöðunni úti á landi. Á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri voru nýlega gerðar skipulagsbreytingar sem leiddu til þess að barnageðlæknisþjónusta sjúkrahússins lagðist af. Á sjúkrahúsinu starfaði einn barnageðlæknir en hann hætti störfum. Nú hefur hann gert tímabundinn samning við FSA um að leigja aðstöðu af sjúkrahúsinu. Hann er eini starfandi barnageðlæknirinn utan höfuðborgarsvæðisins. Stjórn Barnageðlæknafélagsins gerir það að tillögu sinni að komið verði upp þverfaglegum teymum í tengslum við heilsugæslustöðvar þar sem hvert teymi sinnir tilteknum fjölda barna og unglinga. Hvar teymin verða staðsett ætti að ráðast af fjölda ungmenna og landfræðilegum aðstæðum, segir í ályktun stjórnar til heilbrigðisráðherra. Ólafur segir að heimsókn til fagteymis gæti verið fyrsti viðkomustaður barna. Þar yrði vandinn greindur og börnunum vísað áfram til sérfræðings, sálfræðings, barnaverndar eða félagsþjónustunnar. Hann segir að eins og er sé ekki nægjanlega margt faglært fólk hér á landi sem gæti sinnt þessari þjónustu. Þetta sé ekki nógu aðlaðandi starfsumhverfi eins og sé en ef stjórnvöld bættu starfsaðstöðuna myndu án efa fleiri vilja mennta sig á þessu sviði.Langur biðlisti á BUGL Tæplega 80 þúsund börn eru undir átján ára aldri hér á landi. Af þeim fjölda er talið að tíu prósent eða 8 þúsund börn glími við alvarlegar geðraskanir. Þessi börn þurfa sérhæfða þjónustu á sjúkrastofnunum. Talið er að svipaður fjöldi þurfi á stuðningsþjónustu að halda vegna hegðunar- eða tilfinningavandamála. Vanda þeirra barna ætti að vera hægt að leysa innan skólakerfisins eða hjá félagsþjónustunni. Nú eru 150 börn á biðlista hjá barna- og unglingageðdeild við Dalbraut. Þau sem þurfa bráðaþjónustu komast að strax en önnur geta þurft að bíða í allt að ár. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Vandi barnageðlækninga er ekki einvörðungu fjárhagsvandi, hann er miklu frekar skipulagsvandi,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður Barnageðlæknafélags Íslands og yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur bendir á að af hálfu heilbrigðisyfirvalda hafi ekki verið mörkuð stefna í barna- og unglingageðlækningum, sem valdi skekkju í kerfinu. Þegar börn lenda í tilfinningalegum vanda eða eiga við hegðunarvanda að etja viti foreldrar eða aðstandendur ekki hvert á að leita, hvort þeir eiga að fara á heilsugæslustöð, til skólasálfræðings eða leita til barnaverndar eða á sjúkrahús. Þetta verði til þess að fólk leiti oft í sérhæfða þjónustu og skipulagsleysið valdi auknu álagi á barna- og unglingageðdeildina. „Þetta er aukaálag sem þarf ekki að vera til staðar,“ segir Ólafur. Barnageðlæknafélag Íslands hefur fjallað um þessi mál og ítrekað lýst áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Menn hafa sér í lagi áhyggjur af stöðunni úti á landi. Á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri voru nýlega gerðar skipulagsbreytingar sem leiddu til þess að barnageðlæknisþjónusta sjúkrahússins lagðist af. Á sjúkrahúsinu starfaði einn barnageðlæknir en hann hætti störfum. Nú hefur hann gert tímabundinn samning við FSA um að leigja aðstöðu af sjúkrahúsinu. Hann er eini starfandi barnageðlæknirinn utan höfuðborgarsvæðisins. Stjórn Barnageðlæknafélagsins gerir það að tillögu sinni að komið verði upp þverfaglegum teymum í tengslum við heilsugæslustöðvar þar sem hvert teymi sinnir tilteknum fjölda barna og unglinga. Hvar teymin verða staðsett ætti að ráðast af fjölda ungmenna og landfræðilegum aðstæðum, segir í ályktun stjórnar til heilbrigðisráðherra. Ólafur segir að heimsókn til fagteymis gæti verið fyrsti viðkomustaður barna. Þar yrði vandinn greindur og börnunum vísað áfram til sérfræðings, sálfræðings, barnaverndar eða félagsþjónustunnar. Hann segir að eins og er sé ekki nægjanlega margt faglært fólk hér á landi sem gæti sinnt þessari þjónustu. Þetta sé ekki nógu aðlaðandi starfsumhverfi eins og sé en ef stjórnvöld bættu starfsaðstöðuna myndu án efa fleiri vilja mennta sig á þessu sviði.Langur biðlisti á BUGL Tæplega 80 þúsund börn eru undir átján ára aldri hér á landi. Af þeim fjölda er talið að tíu prósent eða 8 þúsund börn glími við alvarlegar geðraskanir. Þessi börn þurfa sérhæfða þjónustu á sjúkrastofnunum. Talið er að svipaður fjöldi þurfi á stuðningsþjónustu að halda vegna hegðunar- eða tilfinningavandamála. Vanda þeirra barna ætti að vera hægt að leysa innan skólakerfisins eða hjá félagsþjónustunni. Nú eru 150 börn á biðlista hjá barna- og unglingageðdeild við Dalbraut. Þau sem þurfa bráðaþjónustu komast að strax en önnur geta þurft að bíða í allt að ár.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira