Aðföng kvörtuðu yfir merkingum hjá Kosti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. október 2013 07:00 Heildsalan Aðföng kvartaði til yfirvalda vegna merkinga á vörum í versluninni Kosti. Fréttablaðið/Valli „Hefur sú spurning vaknað hvort samevrópsk löggjöf um matvæli gildi alls ekki fyrir alla aðila á markaðnum,“ segir í bréfi heildsölufyrirtækisins Aðfanga til heilbrigðiseftirlitsins. Aðföng er heildsölufyrirtæki Haga, móðurfélags Bónuss, Hagkaups og 10-11. Að því er fram kemur í bréfi Aðfanga til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis (HHK) í byrjun júní hefur fyrirtækið allt frá árinu 2009 átt í samskiptum við Matvælastofnun um markaðssetningu vanmerktra og jafnvel ólöglegra matvæla.Fréttablaðið/Anton„Við nýlega athugun í Kópavogi kom í ljós að að enn eru verulegir vankantar á framkvæmd rekstraraðila og eftirfylgni HHK með löggjöf um merkingar matvæla, þar með talinni löggjöf um aukaefni í matvælum,“ segir í bréfi Aðfanga til HHK í lok ágúst. Í fylgiskjali eru síðan ábendingar um það sem Aðföng „telja vanmerkt og jafnvel ólögleg matvæli sem nýlega voru til sölu í verslun í Kópavogi,“ eins og segir í bréfinu sem Baldvin Valgarðsson, gæðastjóri Aðfanga, sendir. Í fylgiskjalinu er vísað til verslunarinnar Kosts á Dalvegi. Síðan spyrja Aðföng, og vísa þá til forsögu málsins, hvort samevrópsk löggjöf um matvæli gildi ekki um alla.Baldvin Valgarðsson Gæðastjóri Aðfanga segir „vanmerkt og jafnvel ólögleg“ matvæli á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu.„Óska stjórnendur Aðfanga eftir því að HHK svari þeirri spurningu með skýrum og óyggjandi hætti og útskýri jafnframt hvernig ábendingum sem þessum sé sinnt og fylgt eftir af hálfu eftirlitsins,“ segir í bréfi Aðfanga, sem merkt er trúnaðarmál. HHK svaraði bréfi Aðfanga á síðasta fundi sínum. „Allir aðilar eiga að fara eftir íslenskri löggjöf. Framkomnum erindum er sinnt með vísun til matvæla- og stjórnsýslulaga,“ bókaði HHK. Eins og fram kom í Fréttablaðinu kvaðst HHK íhuga að láta loka Kosti vegna vanmerkinga á matvöru þar. Kostur brást við með því að setja fram úrbótaáætlun sem HHK staðfesti með vettvangskönnun síðastliðinn mánudag að er komin til framkvæmda. Lögmaður Kosts segir fyrirtækið ekki vilja tjá sig um það mál. Tengdar fréttir Íhuga að loka á verslunina Kost Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna "vanmerktrar matvöru“. 30. september 2013 07:00 Allt samkvæmt áætlun í Kosti Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kostur lagði fram í byrjun september. 4. október 2013 07:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Hefur sú spurning vaknað hvort samevrópsk löggjöf um matvæli gildi alls ekki fyrir alla aðila á markaðnum,“ segir í bréfi heildsölufyrirtækisins Aðfanga til heilbrigðiseftirlitsins. Aðföng er heildsölufyrirtæki Haga, móðurfélags Bónuss, Hagkaups og 10-11. Að því er fram kemur í bréfi Aðfanga til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis (HHK) í byrjun júní hefur fyrirtækið allt frá árinu 2009 átt í samskiptum við Matvælastofnun um markaðssetningu vanmerktra og jafnvel ólöglegra matvæla.Fréttablaðið/Anton„Við nýlega athugun í Kópavogi kom í ljós að að enn eru verulegir vankantar á framkvæmd rekstraraðila og eftirfylgni HHK með löggjöf um merkingar matvæla, þar með talinni löggjöf um aukaefni í matvælum,“ segir í bréfi Aðfanga til HHK í lok ágúst. Í fylgiskjali eru síðan ábendingar um það sem Aðföng „telja vanmerkt og jafnvel ólögleg matvæli sem nýlega voru til sölu í verslun í Kópavogi,“ eins og segir í bréfinu sem Baldvin Valgarðsson, gæðastjóri Aðfanga, sendir. Í fylgiskjalinu er vísað til verslunarinnar Kosts á Dalvegi. Síðan spyrja Aðföng, og vísa þá til forsögu málsins, hvort samevrópsk löggjöf um matvæli gildi ekki um alla.Baldvin Valgarðsson Gæðastjóri Aðfanga segir „vanmerkt og jafnvel ólögleg“ matvæli á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu.„Óska stjórnendur Aðfanga eftir því að HHK svari þeirri spurningu með skýrum og óyggjandi hætti og útskýri jafnframt hvernig ábendingum sem þessum sé sinnt og fylgt eftir af hálfu eftirlitsins,“ segir í bréfi Aðfanga, sem merkt er trúnaðarmál. HHK svaraði bréfi Aðfanga á síðasta fundi sínum. „Allir aðilar eiga að fara eftir íslenskri löggjöf. Framkomnum erindum er sinnt með vísun til matvæla- og stjórnsýslulaga,“ bókaði HHK. Eins og fram kom í Fréttablaðinu kvaðst HHK íhuga að láta loka Kosti vegna vanmerkinga á matvöru þar. Kostur brást við með því að setja fram úrbótaáætlun sem HHK staðfesti með vettvangskönnun síðastliðinn mánudag að er komin til framkvæmda. Lögmaður Kosts segir fyrirtækið ekki vilja tjá sig um það mál.
Tengdar fréttir Íhuga að loka á verslunina Kost Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna "vanmerktrar matvöru“. 30. september 2013 07:00 Allt samkvæmt áætlun í Kosti Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kostur lagði fram í byrjun september. 4. október 2013 07:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Íhuga að loka á verslunina Kost Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna "vanmerktrar matvöru“. 30. september 2013 07:00
Allt samkvæmt áætlun í Kosti Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kostur lagði fram í byrjun september. 4. október 2013 07:00