Alvarleg staða í Bandaríkjunum Hjörtur Hjartarson. skrifar 7. október 2013 19:00 Vika er síðan þingmönnum í Bandaríkjunum mistókst að samþykkja fjárlögin með þeim afleiðingum að fjölda opinberra stofnana og fyrirtækja var lokað. Nú liggur fyrir að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaksins svokallaða. Takist það ekki mun það hafa alvarleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu umtalsvert við opnun markaða vestanhafs í morgun. Vandræðagangur stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarna daga hefur valdið titringi á fjármálamörkuðum víða um heim, þó sérstaklega á heimaslóðum. Deilan milli Demókrata og Repúblikana gengur í stuttu máli út á það að fulltrúardeildin vill breytingar á fjármögnun á nýtilkomnu heilbrigðiskerfi sem kennt er við Barack Obama, forseta landsins. Litlar líkur eru hinsvegar taldar á að Obama gefi mikið eftir í því máli. Ásakanir á ganga á víxl en þó skellir meirihluti Bandaríkjamanna skuldinni á Repúblikanaflokkinn. Forsetinn sagði um helgina að meirihluti þingmanna í báðum deildum vilji höggva á hnútinn en að fámennur hópur harðlínumanna í Repúblikanaflokknum komi í veg fyrir það.Barack Obama, forseti BandaríkjannaOfan á þessi vandræði bætist síðan sú staðreynd að 17.október verður Bandaríkjaþing að samþykkja lög sem heimila alríkisstjórninni að hækka skuldaþakið. Repúblikanar vilja ekki veita stjórninni þá heimild umbúðalaust og því er raunhæfur möguleiki á að Bandaríkin lendi í greiðslufalli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjármálakerfi heimsins. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að ímynda sér að þingmenn Bandaríkjanna séu tilbúnir að ganga svo langt að semja ekki áður en fresturinn rennur út. "Ég held nú að áður en að menn fara fram af þessu hengiflugi þá muni menn sjá að sér og bakka en að það verði gert með einhverri drama á síðustu stundu. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig til þessa og það er auðvitað lang líklegasta niðurstaðan núna. En það er svosem ekki óhugsandi að það spilist úr þessu núna öðruvísi en áður í og með vegna þessara vandræða í Repúblikanaflokknum að þeir sjái bara hag sinn bestan í því að þvinga ríkisstjórnina fram af hengifluginu án þess að vita í rauninni hvað gerist þá," segir Gylfi. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vika er síðan þingmönnum í Bandaríkjunum mistókst að samþykkja fjárlögin með þeim afleiðingum að fjölda opinberra stofnana og fyrirtækja var lokað. Nú liggur fyrir að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaksins svokallaða. Takist það ekki mun það hafa alvarleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu umtalsvert við opnun markaða vestanhafs í morgun. Vandræðagangur stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarna daga hefur valdið titringi á fjármálamörkuðum víða um heim, þó sérstaklega á heimaslóðum. Deilan milli Demókrata og Repúblikana gengur í stuttu máli út á það að fulltrúardeildin vill breytingar á fjármögnun á nýtilkomnu heilbrigðiskerfi sem kennt er við Barack Obama, forseta landsins. Litlar líkur eru hinsvegar taldar á að Obama gefi mikið eftir í því máli. Ásakanir á ganga á víxl en þó skellir meirihluti Bandaríkjamanna skuldinni á Repúblikanaflokkinn. Forsetinn sagði um helgina að meirihluti þingmanna í báðum deildum vilji höggva á hnútinn en að fámennur hópur harðlínumanna í Repúblikanaflokknum komi í veg fyrir það.Barack Obama, forseti BandaríkjannaOfan á þessi vandræði bætist síðan sú staðreynd að 17.október verður Bandaríkjaþing að samþykkja lög sem heimila alríkisstjórninni að hækka skuldaþakið. Repúblikanar vilja ekki veita stjórninni þá heimild umbúðalaust og því er raunhæfur möguleiki á að Bandaríkin lendi í greiðslufalli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjármálakerfi heimsins. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að ímynda sér að þingmenn Bandaríkjanna séu tilbúnir að ganga svo langt að semja ekki áður en fresturinn rennur út. "Ég held nú að áður en að menn fara fram af þessu hengiflugi þá muni menn sjá að sér og bakka en að það verði gert með einhverri drama á síðustu stundu. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig til þessa og það er auðvitað lang líklegasta niðurstaðan núna. En það er svosem ekki óhugsandi að það spilist úr þessu núna öðruvísi en áður í og með vegna þessara vandræða í Repúblikanaflokknum að þeir sjái bara hag sinn bestan í því að þvinga ríkisstjórnina fram af hengifluginu án þess að vita í rauninni hvað gerist þá," segir Gylfi.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira