„Ætlum upp næsta sumar“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2013 07:00 Víkingar fagna marki í sumar. Mynd/Daníel Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira