„Ætlum upp næsta sumar“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2013 07:00 Víkingar fagna marki í sumar. Mynd/Daníel Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira