Fótbolti

Barnaspítali í París fær öll laun Beckham hjá PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham á fundinum í dag.
David Beckham á fundinum í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham er nú á blaðamannafundi í París þar sem hann var tilkynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain. Beckham gerir fimm mánaða samning við Parísarliðið og segist ætla að hjálpa liðinu vaxa enn frekar.

Beckham er ekki kominn til Paris Saint-Germain peninganna vegna sem sést kannski best á því að hann hefur ákveðið að ánefna barnaspítala í París öll launin sín hjá PSG.

„Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem til París er að við höfðum tækifæri til að gera eitthvað einstakt. Launin mín munu fara til barnaspítala í París og ég er mjög spenntur og stoltur yfir því að geta gert það. Ég er ekki viss um að svona hafi verið gert áður," sagði Beckham.

Beckham gaf ekki upp nákvæma upphæð eða hvaða barnaspítali fái launin hans en viðurkenndi þó að þetta væri ekki lítil upphæð.

Beckham talaði líka um það á fundinum að hann verði nú að rifja upp skólafrönskuna sína og að bæði eiginkonan hans og börnin fjögur muni búa áfram í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×