Einelti á vinnustöðum Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Einelti á vinnustöðum er ofbeldi. Ofbeldi gagnvart einstaklingi sem á einhvern hátt sker sig úr hópnum. Þetta getur verið t.d vegna klæðnaðar, öðruvísi bakgrunns eða vegna öfundar samstarfsmanns í hans garð. Oftast er þetta þó einfaldlega vegna þess að sá sem beitir ofbeldinu kemst upp með það. Fullorðinn einstaklingur sem beitir slíku ofbeldi hefur jafnvel komist upp með það frá því í grunnskóla. Enginn verðskuldar að verða fyrir einelti. Það er því mikilvægt að stjórnendur hlusti á þá starfsmenn sem telja sig verða fyrir einelti og kanni vel hvort málið sé á rökum reist. Ef marka má niðurstöður könnunar frá árinu 2007 á vegum WBI (Workplace Bullying Institute, USA) eru gerendur eineltis á vinnustöðum í 72% tilvika yfirmenn. Samstarfsmenn eru gerendur í 18% tilvika og í 10% tilvika leggja undirmenn yfirmenn í einelti. Niðurstöður sömu könnunar áætla að 35% bandarísks vinnuafls, u.þ.b. 53,5 milljónir manna, verði fyrir einelti á vinnustað. Einnig kemur fram í könnuninni að 66% þolenda eineltis segja upp vinnunni eða hætta sökum eineltisins. Ef ekki er hægt að tilkynna einelti með formlegum hætti innan vinnustaðarins má segja að verið sé að koma í veg fyrir að þeir sem telja sig verða fyrir slíku tjái sig um það og beri harm sinn í hljóði, skammist sín jafnvel eða segi upp starfinu án viðhlítandi skýringa. Vegna þessa hefur verið erfitt að rannsaka raunverulegar tölur eineltis á vinnustöðum. Með því að setja upp formlegt ferli fyrir tilkynningar um einelti eykur það líkurnar á því að starfsmenn tjái sig um vandamálið í tæka tíð og þar með auðveldar það stjórnendum að koma í veg fyrir hugsanlegan stórskaða á vinnustaðnum. Vinnustaðir sem bjóða ekki upp á innanhússferli vegna eineltiskvartana gefa þau skilaboð að einelti eigi sér ekki stað innan vinnustaðarins; einelti sé ekki viðurkenndur vandi. Stjórnunarvandi Umfjöllun um einelti á vinnustöðum kemur upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum. Þá er vandamálið orðið það óviðráðanlegt að það ratar í fjölmiðla. Það er ekki algengt að stjórnendur fyrirtækja horfist í augu við að einelti eigi sér stað inn á vinnustaðnum. Viðhorfið er oftar en ekki að viðkomandi starfsmaður geri of mikið úr hlutunum, sé hluti af vandanum eða þá að um eðlilegan ágreining sé að ræða. Ekki er þá tekið á málum í tæka tíð og vandamálið verður óþarflega umfangsmikið og erfitt viðureignar. Ef stjórnendur vinnustaða taka ekki markvisst á eineltismálum, yfirgefa þolendur eineltis vinnustaðinn. Þeir eiga sér fáa bandamenn innan vinnustaðarins og líður illa í vinnunni. Þetta eru oft og tíðum vandaðir og hæfir einstaklingar og því getur þetta verið mjög kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki. Gerendurnir hins vegar sitja sem fastast og það getur orðið dýrkeypt. Ef rétt er skv. könnuninni að 72% gerenda séu yfirmenn ber æðsti stjórnandi vinnustaðarins fulla ábyrgð á hverri deild fyrir sig og þarf að fylgjast vel með ástæðum tíðrar starfsmannaveltu í þeim deildum. Þeir sem verða fyrir einelti af hálfu yfirmanns síns eiga sér litla vörn. Þeir eru margir hverjir háðir því að fá meðmæli frá vinnustað sínum sem þeir vita að þeir fá ekki. Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á andlega líðan og heilsu viðkomandi einstaklings hefur þetta áhrif á atvinnuleit hans og þær stöður sem hann er að sækjast eftir. Það er því mikilvæg samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ef starfsmenn þeirra lenda í einelti að tryggja að á þá sé hlustað, þeir fái aðstoð við að vinna úr ofbeldinu og aðstoð við að fá vinnu að nýju eftir slíkt ofbeldi. Þar liggur veruleg ábyrgð hjá æðsta stjórnanda hvers vinnustaðar fyrir sig. Áhrif á afkomuna En af hverju er einelti hunsað á vinnustöðum? Hugsanleg ástæða þess er að það er óþægilegt viðureignar. Það er samt nauðsynlegt að opna á umræðuna, taka á þessum málum og láta gerendur bera ábyrgð á sinni hegðun í stað þess að láta þolendurna líða enn meira fyrir ofbeldi í sinn garð. Það þarf alltaf að hlusta á þá sem telja sig vera fórnarlömb eineltis. Það er einfaldlega ábyrgð stjórnenda að koma í veg fyrir að fólk lendi í slíkum aðstæðum og bíði jafnvel mannorðshnekki án þess að hafa til þess unnið. Það fyrsta sem þarf að gera er að viðurkenna vandann og setja svo á framkvæmdaráætlun og aðgerðaplan. Best er auðvitað að vinnustaðir séu með tilkynningarhnappa á heimasíðu sinni þar sem hægt að er að tilkynna einelti. Með því eru gefin skýr skilaboð til allra starfsmanna að einelti sé ekki liðið á vinnustaðnum. Þegar upp er staðið hefur einelti á vinnustað, og hvað þá ítrekað einelti á sama vinnustað, veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja, ímynd þeirra og líðan starfsfólks. Erfitt getur verið að breyta ímynd fyrirtækja þegar neikvæð ímynd er orðin föst í sessi. Fært starfsfólk hefur ekki áhuga á að vinna fyrir slík fyrirtæki og stofnanir og sækir ekki um auglýstar stöður. Velgengni fyrirtækja veltur á ímynd þeirra og hægt er að fullyrða að slæm ímynd hefur ekkert samkeppnisforskot á erfiðum markaði. Tap fyrirtækja vegna slæmrar ímyndar er mælanlegt og því er þetta verulega umhugsunarvert fyrir metnaðarfulla stjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Einelti á vinnustöðum er ofbeldi. Ofbeldi gagnvart einstaklingi sem á einhvern hátt sker sig úr hópnum. Þetta getur verið t.d vegna klæðnaðar, öðruvísi bakgrunns eða vegna öfundar samstarfsmanns í hans garð. Oftast er þetta þó einfaldlega vegna þess að sá sem beitir ofbeldinu kemst upp með það. Fullorðinn einstaklingur sem beitir slíku ofbeldi hefur jafnvel komist upp með það frá því í grunnskóla. Enginn verðskuldar að verða fyrir einelti. Það er því mikilvægt að stjórnendur hlusti á þá starfsmenn sem telja sig verða fyrir einelti og kanni vel hvort málið sé á rökum reist. Ef marka má niðurstöður könnunar frá árinu 2007 á vegum WBI (Workplace Bullying Institute, USA) eru gerendur eineltis á vinnustöðum í 72% tilvika yfirmenn. Samstarfsmenn eru gerendur í 18% tilvika og í 10% tilvika leggja undirmenn yfirmenn í einelti. Niðurstöður sömu könnunar áætla að 35% bandarísks vinnuafls, u.þ.b. 53,5 milljónir manna, verði fyrir einelti á vinnustað. Einnig kemur fram í könnuninni að 66% þolenda eineltis segja upp vinnunni eða hætta sökum eineltisins. Ef ekki er hægt að tilkynna einelti með formlegum hætti innan vinnustaðarins má segja að verið sé að koma í veg fyrir að þeir sem telja sig verða fyrir slíku tjái sig um það og beri harm sinn í hljóði, skammist sín jafnvel eða segi upp starfinu án viðhlítandi skýringa. Vegna þessa hefur verið erfitt að rannsaka raunverulegar tölur eineltis á vinnustöðum. Með því að setja upp formlegt ferli fyrir tilkynningar um einelti eykur það líkurnar á því að starfsmenn tjái sig um vandamálið í tæka tíð og þar með auðveldar það stjórnendum að koma í veg fyrir hugsanlegan stórskaða á vinnustaðnum. Vinnustaðir sem bjóða ekki upp á innanhússferli vegna eineltiskvartana gefa þau skilaboð að einelti eigi sér ekki stað innan vinnustaðarins; einelti sé ekki viðurkenndur vandi. Stjórnunarvandi Umfjöllun um einelti á vinnustöðum kemur upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum. Þá er vandamálið orðið það óviðráðanlegt að það ratar í fjölmiðla. Það er ekki algengt að stjórnendur fyrirtækja horfist í augu við að einelti eigi sér stað inn á vinnustaðnum. Viðhorfið er oftar en ekki að viðkomandi starfsmaður geri of mikið úr hlutunum, sé hluti af vandanum eða þá að um eðlilegan ágreining sé að ræða. Ekki er þá tekið á málum í tæka tíð og vandamálið verður óþarflega umfangsmikið og erfitt viðureignar. Ef stjórnendur vinnustaða taka ekki markvisst á eineltismálum, yfirgefa þolendur eineltis vinnustaðinn. Þeir eiga sér fáa bandamenn innan vinnustaðarins og líður illa í vinnunni. Þetta eru oft og tíðum vandaðir og hæfir einstaklingar og því getur þetta verið mjög kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki. Gerendurnir hins vegar sitja sem fastast og það getur orðið dýrkeypt. Ef rétt er skv. könnuninni að 72% gerenda séu yfirmenn ber æðsti stjórnandi vinnustaðarins fulla ábyrgð á hverri deild fyrir sig og þarf að fylgjast vel með ástæðum tíðrar starfsmannaveltu í þeim deildum. Þeir sem verða fyrir einelti af hálfu yfirmanns síns eiga sér litla vörn. Þeir eru margir hverjir háðir því að fá meðmæli frá vinnustað sínum sem þeir vita að þeir fá ekki. Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á andlega líðan og heilsu viðkomandi einstaklings hefur þetta áhrif á atvinnuleit hans og þær stöður sem hann er að sækjast eftir. Það er því mikilvæg samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ef starfsmenn þeirra lenda í einelti að tryggja að á þá sé hlustað, þeir fái aðstoð við að vinna úr ofbeldinu og aðstoð við að fá vinnu að nýju eftir slíkt ofbeldi. Þar liggur veruleg ábyrgð hjá æðsta stjórnanda hvers vinnustaðar fyrir sig. Áhrif á afkomuna En af hverju er einelti hunsað á vinnustöðum? Hugsanleg ástæða þess er að það er óþægilegt viðureignar. Það er samt nauðsynlegt að opna á umræðuna, taka á þessum málum og láta gerendur bera ábyrgð á sinni hegðun í stað þess að láta þolendurna líða enn meira fyrir ofbeldi í sinn garð. Það þarf alltaf að hlusta á þá sem telja sig vera fórnarlömb eineltis. Það er einfaldlega ábyrgð stjórnenda að koma í veg fyrir að fólk lendi í slíkum aðstæðum og bíði jafnvel mannorðshnekki án þess að hafa til þess unnið. Það fyrsta sem þarf að gera er að viðurkenna vandann og setja svo á framkvæmdaráætlun og aðgerðaplan. Best er auðvitað að vinnustaðir séu með tilkynningarhnappa á heimasíðu sinni þar sem hægt að er að tilkynna einelti. Með því eru gefin skýr skilaboð til allra starfsmanna að einelti sé ekki liðið á vinnustaðnum. Þegar upp er staðið hefur einelti á vinnustað, og hvað þá ítrekað einelti á sama vinnustað, veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja, ímynd þeirra og líðan starfsfólks. Erfitt getur verið að breyta ímynd fyrirtækja þegar neikvæð ímynd er orðin föst í sessi. Fært starfsfólk hefur ekki áhuga á að vinna fyrir slík fyrirtæki og stofnanir og sækir ekki um auglýstar stöður. Velgengni fyrirtækja veltur á ímynd þeirra og hægt er að fullyrða að slæm ímynd hefur ekkert samkeppnisforskot á erfiðum markaði. Tap fyrirtækja vegna slæmrar ímyndar er mælanlegt og því er þetta verulega umhugsunarvert fyrir metnaðarfulla stjórnendur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun