Fótbolti

Löng ferðalög hjá U-21 landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni EM U-21 liða sem fer fram í Tékklandi árið 2015.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Hvíta-Rússlandi, Armeníu og Kasakstan og því ljóst að fram undan eru löng ferðalag hjá Eyjólfi Sverrissyni og lærisveinum hans.

Enn á eftir að semja um leikdaga en alls er keppt í tíu riðlum. Sigurvegarar riðlanna, ásamt þeim fjórum liðum sem ná besta árangri í öðru sæti, komast í umspil um sjö laus sæti í úrslitakeppninni.

Ísland komst inn á EM 2011 sem fór fram í Danmörku en komst ekki inn á EM sem fer fram í Ísrael í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×