Hvað er að náttúruverndarlögunum? Logi Már Einarsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er umdeilt og mikil óánægja með marga hluti þar hjá stórum hópi útivistarfólks. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hluti sem fólk er óánægt með. Í 32. grein kemur fram að bannað er að keyra alls staðar nema það sé sérstaklega heimilað í ríkisgagnagrunni um leiðir. Það er sem sagt allt bannað, nema það sem er sérstaklega leyft. Ekki er hefð fyrir þessari leið í íslensku réttarfari auk þess sem ákvæðið er alls ekki gott, hvorki fyrir ferðafólk né náttúruna. Ferðafólk getur fengið sektir vegna utanvegaaksturs fyrir að aka eftir slóðum sem ekki eru í ríkisgagnagrunninum. Þetta þýðir í raun að það má sekta fyrir að ferðast eftir vegslóðum, þótt engin náttúruspjöll verði af akstrinum. Hefur þú ekið fáfarna vegslóða í berjamó eða í veiðiferðum? Í refsiákvæði laganna kemur fram að ökutæki megi gera upptæk, „nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn“. Þessu er beinlínis beint gegn íslensku ferðafólki á eigin ökutækjum, en ekki t.d. að erlendum ferðamönnum sem sumir skemma jafnvel landið vísvitandi. Í 46. grein segir að tryggja skuli einveru. Hvað þýðir einvera í þessu samhengi? Ef ég fer inn á viðkomandi svæði með vini mínum, eða hópi fólks, er ég þá að njóta einveru? Þetta er huglægt mat sem á varla heima í lögum. Meingallað Tjöldunarákvæðið í 22. grein er meingallað. Aðeins má nota tvær tegundir tjalda, „hefðbundið viðlegutjald“ og „göngutjald“. Önnur tjöld, tjaldvagna o.þ.h. má ekki nota nema á skipulögðum tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa grein má jafnvel lesa út úr henni að ekki megi slá upp tjaldvagni á bílastæðinu heima hjá sér til þurrkunar, nema þar sé óræktarland. Reykvíkingar sem ekki hafa óræktarland hjá húsum sínum þurfa þá líklega að leita á tjaldstæðið í Laugardal til þurrkunar á tjaldvagni sínum. Umhverfisstofnun/-ráðherra hefur heimild til að loka heilu svæðunum, nánast án skýringa og að eigin geðþótta eins og heimild er veitt til í 25. grein. Hér er allt of opinn möguleiki á misbeitingu valds gegn ferðafólki. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við stóran hóp útivistarfólks. Það er ótrúlegt að lög sem skipta allt útivistarfólk máli skuli hafa verið unnin án samráðs við útivistarfólkið. Í 19. grein er boðið upp á þann möguleika að takmarka umferð gangandi fólks um landsvæði. Ég tel að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í löggjöf á Íslandi og gengur það þvert gegn fornum almannarétti okkar. Í almannaréttarkaflanum segir að forðast skuli að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Hvað þýðir þetta ákvæði? Er til dæmis óásættanlegt að fara með börn til fjalla, eða mega menn kallast á? Útivistarfólk er mjög ósátt við að lagaumhverfið í tengslum við ferðalög á landinu er að verða það flókið að næstum þarf að leita lögfræðilegs álits áður en haldið er í fjallaferð. Lítið samráð Af ofantalinni upptalningu má ljóst vera að lítið samráð hefur verið haft við samtök útivistarfólks við samningu frumvarpsins og ef við miðum við allar þær athugasemdir sem borist hafa við það er ljóst að ekki hefur verið haft mikið samráð við önnur þau samtök er málið varðar. Mér virðist sem aðilar málsins, þ.e. ráðuneytið annars vegar og hagsmunaaðilar hins vegar, leggi gjörólíkan skilning í hugtakið „samráð“. Í mínum huga felur samráð í sér að allir aðilar máls komi saman við samningu frumvarpsins og semji það í sameiningu, sótt sé og gefið eftir á víxl og allir fari sáttir frá borði að gjörningnum loknum. Einhvern annan skilning virðist ráðuneytið leggja í hugtakið samráð og kristallast það kannski í þeim fjölda athugasemda sem komið hafa fram við frumvarpið. Á vefsíðunni ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Ég hvet fólk til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef það er ósátt við frumvarpið. Ég hvet þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er umdeilt og mikil óánægja með marga hluti þar hjá stórum hópi útivistarfólks. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hluti sem fólk er óánægt með. Í 32. grein kemur fram að bannað er að keyra alls staðar nema það sé sérstaklega heimilað í ríkisgagnagrunni um leiðir. Það er sem sagt allt bannað, nema það sem er sérstaklega leyft. Ekki er hefð fyrir þessari leið í íslensku réttarfari auk þess sem ákvæðið er alls ekki gott, hvorki fyrir ferðafólk né náttúruna. Ferðafólk getur fengið sektir vegna utanvegaaksturs fyrir að aka eftir slóðum sem ekki eru í ríkisgagnagrunninum. Þetta þýðir í raun að það má sekta fyrir að ferðast eftir vegslóðum, þótt engin náttúruspjöll verði af akstrinum. Hefur þú ekið fáfarna vegslóða í berjamó eða í veiðiferðum? Í refsiákvæði laganna kemur fram að ökutæki megi gera upptæk, „nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn“. Þessu er beinlínis beint gegn íslensku ferðafólki á eigin ökutækjum, en ekki t.d. að erlendum ferðamönnum sem sumir skemma jafnvel landið vísvitandi. Í 46. grein segir að tryggja skuli einveru. Hvað þýðir einvera í þessu samhengi? Ef ég fer inn á viðkomandi svæði með vini mínum, eða hópi fólks, er ég þá að njóta einveru? Þetta er huglægt mat sem á varla heima í lögum. Meingallað Tjöldunarákvæðið í 22. grein er meingallað. Aðeins má nota tvær tegundir tjalda, „hefðbundið viðlegutjald“ og „göngutjald“. Önnur tjöld, tjaldvagna o.þ.h. má ekki nota nema á skipulögðum tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa grein má jafnvel lesa út úr henni að ekki megi slá upp tjaldvagni á bílastæðinu heima hjá sér til þurrkunar, nema þar sé óræktarland. Reykvíkingar sem ekki hafa óræktarland hjá húsum sínum þurfa þá líklega að leita á tjaldstæðið í Laugardal til þurrkunar á tjaldvagni sínum. Umhverfisstofnun/-ráðherra hefur heimild til að loka heilu svæðunum, nánast án skýringa og að eigin geðþótta eins og heimild er veitt til í 25. grein. Hér er allt of opinn möguleiki á misbeitingu valds gegn ferðafólki. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við stóran hóp útivistarfólks. Það er ótrúlegt að lög sem skipta allt útivistarfólk máli skuli hafa verið unnin án samráðs við útivistarfólkið. Í 19. grein er boðið upp á þann möguleika að takmarka umferð gangandi fólks um landsvæði. Ég tel að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í löggjöf á Íslandi og gengur það þvert gegn fornum almannarétti okkar. Í almannaréttarkaflanum segir að forðast skuli að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Hvað þýðir þetta ákvæði? Er til dæmis óásættanlegt að fara með börn til fjalla, eða mega menn kallast á? Útivistarfólk er mjög ósátt við að lagaumhverfið í tengslum við ferðalög á landinu er að verða það flókið að næstum þarf að leita lögfræðilegs álits áður en haldið er í fjallaferð. Lítið samráð Af ofantalinni upptalningu má ljóst vera að lítið samráð hefur verið haft við samtök útivistarfólks við samningu frumvarpsins og ef við miðum við allar þær athugasemdir sem borist hafa við það er ljóst að ekki hefur verið haft mikið samráð við önnur þau samtök er málið varðar. Mér virðist sem aðilar málsins, þ.e. ráðuneytið annars vegar og hagsmunaaðilar hins vegar, leggi gjörólíkan skilning í hugtakið „samráð“. Í mínum huga felur samráð í sér að allir aðilar máls komi saman við samningu frumvarpsins og semji það í sameiningu, sótt sé og gefið eftir á víxl og allir fari sáttir frá borði að gjörningnum loknum. Einhvern annan skilning virðist ráðuneytið leggja í hugtakið samráð og kristallast það kannski í þeim fjölda athugasemda sem komið hafa fram við frumvarpið. Á vefsíðunni ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Ég hvet fólk til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef það er ósátt við frumvarpið. Ég hvet þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar