Fótbolti

Elfar Freyr orðaður við Randers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AEK
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hafa forráðamenn danska úrvalsdeildarfélagsins Randers hug á að klófesta hinn samningslausa Elfar Frey Helgason.

Elfar Freyr lék síðast með Stabæk í Noregi en er nú samningslaus. Hann var áður hjá AEK í Grikklandi.

Jacob Nielsen, yfirmaður íþróttamála hjá Randers, sagðist vongóður um að félaginu myndi takast að bæta við sig varnarmanni en samkvæmt heimildum Tipsbladet í Noregi á hann þar við Elfar Frey.

Elfar fékk fá tækifæri með AEK í Grikklandi en spilað nokkuð á síðari hluta tímabilsins með Stabæk, sem svo féll úr norsku úrvalsdeildinni.

Hann er 23 ára varnarmaður sem hóf meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×