Fótbolti

Kolbeinn með tvö mörk fyrir Ajax í fyrsta leik sínum í fimm mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Ajax í fimm mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik á móti Vitesse í kvöld. Ajax tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar með 4-0 sigri á útivelli.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar staðan var orðin 2-0 yfir Ajax. Hann skoraði þriðja mark liðsins aðeins sex mínútum síðar og fimm mínútum síðar var hann búinn að skora aftur.

Kolbeinn hafði ekki spilað með Ajax síðan í 2-2 jafntefli á móti AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar 12. ágúst síðastliðinn en hann þurfti síðan að fara í aðgerð á öxl.

Að sjálfsögðu skoraði Kolbeinn í þessum eina leik sínum með Ajax á tímabilinu og er því með þrjú mörk í tveimur leikjum á leiktíðinni.

Síðasti opinberi leikur Kolbeins fyrir leikinn í gærkvöldi var í 2-0 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Kolbeinn skoraði þá líka tvö mörk eins og í gærkvöldi.

Kolbeinn er í leikmannahópi Íslands fyrir vináttuleik við Rússa á Spáni í næstu viku.

Mörkin hans Kolbeins og hin mörk Ajax í leiknum má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×