Innlent

Róbert formaður þingflokks Bjartrar framtíðar

Róbert Marshall.
Róbert Marshall.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var kosinn formaður þingflokks Bjartrar framtíðar á þingflokksfundi í dag. Brynhildur Pétursdóttir var kosin varaformaður þingflokksins og Björt Ólafsdóttir var kosin ritari.

Róbert leiddi lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í vor. Brynhildur Pétursdóttir leiddi lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Björt Ólafsdóttir leiddi listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Björt framtíð fékk sex þingmenn kjörna í kosningunum í vor, þau Guðmund Steingrímsson, Brynhildi Pétursdóttur, Óttarr Proppé, Pál Val Björnsson, Björt Ólafsdóttur og Róbert Marshall.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömu hefur Heiða Kristín Helgadóttir verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar og Atli Fannar Bjarkason aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×