Íslendingar flykkjast á Beyoncé Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. maí 2013 14:39 Söngvarinn Arnór Dan er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga í Kaupmannahöfn sem munu sjá söngdívuna Beyoncé koma fram í kvöld. Fjölmargir Íslendingar ætla sér að sjá stórstjörnuna Beyoncé Knowles stíga á stokk í Kaupmannahöfn í kvöld. Arnór Dan Arnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, er einn þeirra. Hann segir ekki þverfótað fyrir Íslendingum í Köben þessa stundina. „Við vorum á Strikinu í gær og mér leið bara eins og ég væri enn á Íslandi. Ég sat á bekk fyrir utan H&M og það voru Íslendingar allt í kringum mig. Ég hef tekið mikið eftir þessu alla helgina, í verslunum, görðum og á pöbbarölti.“ Tónleikarnir fara fram í tónleikahöllinni Forum sem hýsir rúmlega tíu þúsund manns. Arnór er sannfærður um að Íslendingar á svæðinu verði yfir þúsund talsins. „Það væri mjög forvitnilegt að fá að sjá einhverjar tölur yfir hvað við verðum mörg þarna, ég veit að það eru heilu vinahóparnir að fara saman.“ Arnór gaf kærustunni sinni miða á tónleikana í afmælisgjöf, en Beyoncé er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. „Hún er bara flottasta söngkona, listamaður og fyrirmynd í heimi. Hún er ótrúleg kona“, segir Arnór, sem hlakkar mest til að heyra hana taka hugljúfa smellinn Halo. „Við erum bara búin að vera að blasta Beyoncé í allan dag, njóta sólarinnar og drekka Sommersby. Í þessum töluðu orðum erum við að gera okkur til og förum svo bara að drífa okkur í Forum, “ segir hann spenntur. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar ætla sér að sjá stórstjörnuna Beyoncé Knowles stíga á stokk í Kaupmannahöfn í kvöld. Arnór Dan Arnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, er einn þeirra. Hann segir ekki þverfótað fyrir Íslendingum í Köben þessa stundina. „Við vorum á Strikinu í gær og mér leið bara eins og ég væri enn á Íslandi. Ég sat á bekk fyrir utan H&M og það voru Íslendingar allt í kringum mig. Ég hef tekið mikið eftir þessu alla helgina, í verslunum, görðum og á pöbbarölti.“ Tónleikarnir fara fram í tónleikahöllinni Forum sem hýsir rúmlega tíu þúsund manns. Arnór er sannfærður um að Íslendingar á svæðinu verði yfir þúsund talsins. „Það væri mjög forvitnilegt að fá að sjá einhverjar tölur yfir hvað við verðum mörg þarna, ég veit að það eru heilu vinahóparnir að fara saman.“ Arnór gaf kærustunni sinni miða á tónleikana í afmælisgjöf, en Beyoncé er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. „Hún er bara flottasta söngkona, listamaður og fyrirmynd í heimi. Hún er ótrúleg kona“, segir Arnór, sem hlakkar mest til að heyra hana taka hugljúfa smellinn Halo. „Við erum bara búin að vera að blasta Beyoncé í allan dag, njóta sólarinnar og drekka Sommersby. Í þessum töluðu orðum erum við að gera okkur til og förum svo bara að drífa okkur í Forum, “ segir hann spenntur.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira