Fótbolti

Wenger: Vill takmarka fjölda kaupa félaga í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er greinilega ekki alveg sáttur við mikinn innflutning Newcastle á löndum sínum. Hann lét þá skoðun sína í ljós á blaðamannafundi í dag að það verði að takmarka fjölda leikmanna sem ensku úrvalsdeildarfélögin geti keypt í janúarglugganum.

„Það er mín skoðun að það eigi annaðhvort að banna alveg að kaupa leikmenn í janúarglugganum eða takmarka það við tvo leikmenn. Það er engin sanngirni í því að sum félög séu búin að mæta Newcastle tvisvar en önnur eigi eftir að spila við Newcastle-liðið með sex eða átta nýja leikmenn. Þau lið eru ekki að mæta sama liði," sagði Arsene Wenger.

Wenger vildi ekkert gefa upp um það hvort Arsenel myndi bæta við leikmannahópinn sinn á næstu dögum.

„Ef við spilum eins og við gerum best þá getum við ekki beðið eftir neinum kraftaverkum utanfrá heldur verða hlutirnir að gerast innanfrá. Við munum styrkja liðið okkar er kostur er en við höfum samt alveg nógu sterkan hóp til að gera góða hluti. Við erum með tvo leikmenn í hverri stöðu og unga leikmenn í viðbót við það," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×