Eiður og Kolbeinn snúa aftur í landsliðið 25. janúar 2013 12:44 Lars Lagerbäck. mynd/vilhelm Lars Lagerbäck, A-landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Rússum í byrjun febrúar. Sá leikur fer fram á Spáni. Kolbeinn Sigþórsson er líka aftur kominn inn í hópinn eftir meiðsli. Bæði Lagerbäck og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, tilkynntu landsliðshópa sína fyrir leiki 6. febrúar. U-21 árs liðið er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM en dregið verður í riðla í lok mánaðarins. Eyjólfur stokkar sitt lið algjörlega upp og meirihluti hópsins eru nýliðar. Blaðamannafundinum var lýst beint á Vísi. Lesa má allt það helsta sem fram fór á fundinum hér að neðan og sjá leikmannahópana.13.49: "Við þurfum að vinna fleiri leiki. Það snýst allt um það í fótbolta," segir Lars. Þetta eru ekki flókin fræði. Blaðamannafundi lýkur á þessum orðum.13.48: "Ég hef ekki áhyggjur af Gylfa sem stendur. Hann tapar ekki gæðum þó svo hann spili lítið. Sumir leikmenn þurfa að spila meira til að halda sér í standi. Ég veit að Gylfi heldur sér við með gæðaæfingum og hann fær sínar mínútur hjá Spurs. Þetta er samt ekki fullkomin staða fyrir hann. Ef hann spilar ekkert með þeim lengi þá þarf ég að skoða þá stöðu. Leiktími skiptir miklu máli."13.47: "Kolbeinn er að æfa á fullu og vonandi getum við notað hann í þessum landsleik. Ajax mun prófa hann eitthvað en leikmaðurinn er við hestaheilsu. Hann er 100 prósent klár í slaginn."13.46: "Sölvi Ottesen er meiddur og hefur ekki spilað í marga mánuði með FCK. Staða hans þar er dökk. Það er erfitt að velja hann ef hann er ekki að spila. Ég vona að hann fari að spila aftur."13.45: "Aron Jóhannsson var jákvæður gagnvart íslenska landsliðinu. Hann er meiddur núna og því ekki hægt að velja hann. Ég held að Aron muni velja íslenska landsliðið fram yfir Bandaríkin," segir Lars en Heimir aðstoðarþjálfari hefur fundað með honum. "Það var góður fundur. Við setjum enga pressu á hann. Aron tekur sínar ákvarðanir sjálfur og vonandi velur hann Ísland."13.44: Lars segist vera ánægður með frammistöðu Hannesar í markinu. "Hann gerði aðeins ein mistök. Gulli er enn markvörður númer tvö hjá okkur."13.42: "Ólafur Ingi er áhugaverður leikmaður og á skilið að fá tækifæri aftur. Arnór hefur verið mikið meiddur. Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og vill koma til baka. Svo sjáum við til hvað gerist. Hann er frábær leikmaður. Ég sá hann því miður ekki spila því leiknum var frestað. Það var ánægjulegt hvað Eiður Smári var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn sem er að velja Eið Smára í annað sinn á sínum þjálfaraferli.13.41: "Frábært að spila gegn Rússum sem eru í níunda sæti á FIFA-listanum. Við viljum spila gegn bestu liðunum. Það væri svo virkilega gaman að spila umspilsleik á Íslandi í nóvember."13.39: "Frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við viljum að sjálfsögðu hafa slíkan mann í hópnum," segir Svíinn. "Við eigum góðan möguleika á því að ná öðru sæti í riðlinum. Ég er bjartsýnn á okkar möguleika. Ég bíð spenntur eftir árinu. Ef við sleppum vel við meiðsli og leikbönn þá met ég möguleika okkar góða."13.37: 10 leikmenn hafa komið í hópinn úr Pepsi-deildinni. "Það er gott að fá leikmenn úr deildinni sem fá reynslu með því að æfa með liðinu." Lars er ánægður með fjölda marka en ósáttari við varnarleikinn en bendir á að sum markanna hafi verið óheppni. Það fylgir í þessum leik.13.35: Þjálfarinn sænski hefur rúllað yfir flesta þessa hluti áður og svo sem ekkert nýtt undir sólinni í þessum skoðunum þjálfarans. Lars notaði 42 leikmenn á síðasta ári. Alls mættu 51 þó á æfingu. Hann er ánægður að hafa getað skoðað alla þessa stráka.13.33: Lars segist vera ánægður með viðhorf leikmanna liðsins. Það sé plús sem og föst leikatriði. Mínusar: Of mörg töp, bendir sérstaklega á Kýpur. Gulu spjöldin. Fengum of mörg mörk á okkur. Hann er þó þokkalega sáttur við frammistöðu liðsins. Það er slide show í gangi.13.31: Lars talar um heppni og óheppni í leikjunum á síðasta ári. Upp og niður segir hann. Hefðum getað fengið fleiri stig. Samt frábært að fá svona marga æfingaleiki á mínu fyrsta ári. Aðeins 16 alvöru æfingar á árinu. "Það er sérstakt að undirbúa landslið en við spiluðum við góð lið og bættum okkur. Hefðum getað fengið fleiri stig en erum enn með í baráttunni."13.30: Áramótaannáll Lagerbäck á enda. Áfram með fundinn.13.25: A-landsleikurinn verður á Marbella á Spáni en þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið einu sinni, einu sinni hafa leikar endað jafnir og þrisvar sinnum hafa Rússar farið með sigur af hólmi.13.24: Fundur Lars byrjar á myndbandi eins og svo oft áður. Áramótaannáll hjá Svíanum. Sýnt úr öllum leikjum Íslands á árinu. Tilgangurinn með þessu myndbandi liggur ekki alveg fyrir. Við fáum okkur smá kaffi á meðan.13.23: Það eru þrettán nýliðar í 21 árs hópnum hjá Eyjólfi Sverrissyni. Markverðirnir Árni Freyr Ásgeirsson og Rúnar Alex Rúnarsson, varnarmennirnir Hjörtur Hermannsson, Sigurður Egill Lárusson, Sindri Snær Magnússon og Orri Sigurður Ómarsson, miðjumennirnir Andri Adolphsson, Andri Rafn Yeoman, Emil Pálsson, Gunnar Þorsteinsson og Oliver Sigurjónsson og sóknarmennirnir Árni Vilhjálmsson og Kristján Gauti Emilsson.13.21: Engar spurningar úr sal fyrir Eyjólf. Yfir á Lars.13.20: Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, tekur fyrstur til máls og kynnir sinn hóp. Eyjólfur bendir á að það sé mikið af nýjum mönnum í sínu liði. "Eftir næstu keppni verða þei reyndari. Þeir eiga marga yngri landsleiki og hafa því ágæta alþjóðareynslu með landsliðinu."13.17: Eiður Smári hefur bara einu sinni verið í hópnum hjá Lagerbäck áður. Hann kom inn á sem varamaður í sigri á Færeyingum á Laugardalsvelli í ágúst síðastliðnum. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 24 mörk í 68 leikjum.13.15: A-landsliðið loksins tilbúið.A-landslið karla sem mættur Rússum ytra þann 6. febrúar:Markmenn Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik Hannes Þór Halldórsson, KRVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, SK Brann Ragnar Sigurðsson, FC København Hjalmar Jónsson, IFK Gautaborg Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Hønefoss BK Ari Freyr Skúlason, Sundsvall Hallgrímur Jónasson, SønderjyskeMiðjumenn Emil Hallfreðsson, Hellas Verona Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Helgi Valur Daníelsson, AIK Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Birkir Bjarnason, Pescara Calcio Ólafur Ingi Skúlason, SV Zulte Waregem Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham Hotspur FCSóknarmenn Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC Alfreð Finnbogason, sc Heerenveen Arnór Smárason, Esbjerg13.12: Loksins búið að slá U-21 árs liðið. A-landsliðið á leiðinni. U-21 árs landsliði sem mætir Wales ytra þann 6. febrúar:Markmenn Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Hjörtur Hermannsson, PSV Sigurður Egill Lárusson, Valur Sindri Snær Magnússon, Breiðablik Orri Sigurður Ómarsson, AGFMiðjumenn Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg Arnór Ingvi Traustason, Keflavík Andri Adolphsson, ÍA Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Emil Pálsson, FH Gunnar Þorsteinsson, Ipswich Oliver Sigurjónsson, AGFSóknarmenn Emil Atlason, KR Hólmbert Friðjónsson, Fram Árni Vilhjálmsson, Breiðablik Kristján Gauti Emilsson, FH13.07: Hallgrímur Jónasson er einnig kominn aftur eftir meiðsli. Það er enginn leikmaður í hópnum sem er í banni gegn Slóveníu. Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason eru allir í banni þá og því ekki valdir núna.13.05: Hóparnir eru komnir í hendur blaðamanna og verða birtir hér að neðan innan skamms. Stóru tíðindin eru þau að Eiður Smári Guðjohnsen er valinn í hópinn á nýjan leik. Kolbeinn Sigþórsson snýr einnig aftur eftir meiðsli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Lars Lagerbäck, A-landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Rússum í byrjun febrúar. Sá leikur fer fram á Spáni. Kolbeinn Sigþórsson er líka aftur kominn inn í hópinn eftir meiðsli. Bæði Lagerbäck og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, tilkynntu landsliðshópa sína fyrir leiki 6. febrúar. U-21 árs liðið er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM en dregið verður í riðla í lok mánaðarins. Eyjólfur stokkar sitt lið algjörlega upp og meirihluti hópsins eru nýliðar. Blaðamannafundinum var lýst beint á Vísi. Lesa má allt það helsta sem fram fór á fundinum hér að neðan og sjá leikmannahópana.13.49: "Við þurfum að vinna fleiri leiki. Það snýst allt um það í fótbolta," segir Lars. Þetta eru ekki flókin fræði. Blaðamannafundi lýkur á þessum orðum.13.48: "Ég hef ekki áhyggjur af Gylfa sem stendur. Hann tapar ekki gæðum þó svo hann spili lítið. Sumir leikmenn þurfa að spila meira til að halda sér í standi. Ég veit að Gylfi heldur sér við með gæðaæfingum og hann fær sínar mínútur hjá Spurs. Þetta er samt ekki fullkomin staða fyrir hann. Ef hann spilar ekkert með þeim lengi þá þarf ég að skoða þá stöðu. Leiktími skiptir miklu máli."13.47: "Kolbeinn er að æfa á fullu og vonandi getum við notað hann í þessum landsleik. Ajax mun prófa hann eitthvað en leikmaðurinn er við hestaheilsu. Hann er 100 prósent klár í slaginn."13.46: "Sölvi Ottesen er meiddur og hefur ekki spilað í marga mánuði með FCK. Staða hans þar er dökk. Það er erfitt að velja hann ef hann er ekki að spila. Ég vona að hann fari að spila aftur."13.45: "Aron Jóhannsson var jákvæður gagnvart íslenska landsliðinu. Hann er meiddur núna og því ekki hægt að velja hann. Ég held að Aron muni velja íslenska landsliðið fram yfir Bandaríkin," segir Lars en Heimir aðstoðarþjálfari hefur fundað með honum. "Það var góður fundur. Við setjum enga pressu á hann. Aron tekur sínar ákvarðanir sjálfur og vonandi velur hann Ísland."13.44: Lars segist vera ánægður með frammistöðu Hannesar í markinu. "Hann gerði aðeins ein mistök. Gulli er enn markvörður númer tvö hjá okkur."13.42: "Ólafur Ingi er áhugaverður leikmaður og á skilið að fá tækifæri aftur. Arnór hefur verið mikið meiddur. Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og vill koma til baka. Svo sjáum við til hvað gerist. Hann er frábær leikmaður. Ég sá hann því miður ekki spila því leiknum var frestað. Það var ánægjulegt hvað Eiður Smári var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn sem er að velja Eið Smára í annað sinn á sínum þjálfaraferli.13.41: "Frábært að spila gegn Rússum sem eru í níunda sæti á FIFA-listanum. Við viljum spila gegn bestu liðunum. Það væri svo virkilega gaman að spila umspilsleik á Íslandi í nóvember."13.39: "Frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við viljum að sjálfsögðu hafa slíkan mann í hópnum," segir Svíinn. "Við eigum góðan möguleika á því að ná öðru sæti í riðlinum. Ég er bjartsýnn á okkar möguleika. Ég bíð spenntur eftir árinu. Ef við sleppum vel við meiðsli og leikbönn þá met ég möguleika okkar góða."13.37: 10 leikmenn hafa komið í hópinn úr Pepsi-deildinni. "Það er gott að fá leikmenn úr deildinni sem fá reynslu með því að æfa með liðinu." Lars er ánægður með fjölda marka en ósáttari við varnarleikinn en bendir á að sum markanna hafi verið óheppni. Það fylgir í þessum leik.13.35: Þjálfarinn sænski hefur rúllað yfir flesta þessa hluti áður og svo sem ekkert nýtt undir sólinni í þessum skoðunum þjálfarans. Lars notaði 42 leikmenn á síðasta ári. Alls mættu 51 þó á æfingu. Hann er ánægður að hafa getað skoðað alla þessa stráka.13.33: Lars segist vera ánægður með viðhorf leikmanna liðsins. Það sé plús sem og föst leikatriði. Mínusar: Of mörg töp, bendir sérstaklega á Kýpur. Gulu spjöldin. Fengum of mörg mörk á okkur. Hann er þó þokkalega sáttur við frammistöðu liðsins. Það er slide show í gangi.13.31: Lars talar um heppni og óheppni í leikjunum á síðasta ári. Upp og niður segir hann. Hefðum getað fengið fleiri stig. Samt frábært að fá svona marga æfingaleiki á mínu fyrsta ári. Aðeins 16 alvöru æfingar á árinu. "Það er sérstakt að undirbúa landslið en við spiluðum við góð lið og bættum okkur. Hefðum getað fengið fleiri stig en erum enn með í baráttunni."13.30: Áramótaannáll Lagerbäck á enda. Áfram með fundinn.13.25: A-landsleikurinn verður á Marbella á Spáni en þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið einu sinni, einu sinni hafa leikar endað jafnir og þrisvar sinnum hafa Rússar farið með sigur af hólmi.13.24: Fundur Lars byrjar á myndbandi eins og svo oft áður. Áramótaannáll hjá Svíanum. Sýnt úr öllum leikjum Íslands á árinu. Tilgangurinn með þessu myndbandi liggur ekki alveg fyrir. Við fáum okkur smá kaffi á meðan.13.23: Það eru þrettán nýliðar í 21 árs hópnum hjá Eyjólfi Sverrissyni. Markverðirnir Árni Freyr Ásgeirsson og Rúnar Alex Rúnarsson, varnarmennirnir Hjörtur Hermannsson, Sigurður Egill Lárusson, Sindri Snær Magnússon og Orri Sigurður Ómarsson, miðjumennirnir Andri Adolphsson, Andri Rafn Yeoman, Emil Pálsson, Gunnar Þorsteinsson og Oliver Sigurjónsson og sóknarmennirnir Árni Vilhjálmsson og Kristján Gauti Emilsson.13.21: Engar spurningar úr sal fyrir Eyjólf. Yfir á Lars.13.20: Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, tekur fyrstur til máls og kynnir sinn hóp. Eyjólfur bendir á að það sé mikið af nýjum mönnum í sínu liði. "Eftir næstu keppni verða þei reyndari. Þeir eiga marga yngri landsleiki og hafa því ágæta alþjóðareynslu með landsliðinu."13.17: Eiður Smári hefur bara einu sinni verið í hópnum hjá Lagerbäck áður. Hann kom inn á sem varamaður í sigri á Færeyingum á Laugardalsvelli í ágúst síðastliðnum. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 24 mörk í 68 leikjum.13.15: A-landsliðið loksins tilbúið.A-landslið karla sem mættur Rússum ytra þann 6. febrúar:Markmenn Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik Hannes Þór Halldórsson, KRVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, SK Brann Ragnar Sigurðsson, FC København Hjalmar Jónsson, IFK Gautaborg Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Hønefoss BK Ari Freyr Skúlason, Sundsvall Hallgrímur Jónasson, SønderjyskeMiðjumenn Emil Hallfreðsson, Hellas Verona Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Helgi Valur Daníelsson, AIK Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Birkir Bjarnason, Pescara Calcio Ólafur Ingi Skúlason, SV Zulte Waregem Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham Hotspur FCSóknarmenn Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC Alfreð Finnbogason, sc Heerenveen Arnór Smárason, Esbjerg13.12: Loksins búið að slá U-21 árs liðið. A-landsliðið á leiðinni. U-21 árs landsliði sem mætir Wales ytra þann 6. febrúar:Markmenn Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Hjörtur Hermannsson, PSV Sigurður Egill Lárusson, Valur Sindri Snær Magnússon, Breiðablik Orri Sigurður Ómarsson, AGFMiðjumenn Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg Arnór Ingvi Traustason, Keflavík Andri Adolphsson, ÍA Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Emil Pálsson, FH Gunnar Þorsteinsson, Ipswich Oliver Sigurjónsson, AGFSóknarmenn Emil Atlason, KR Hólmbert Friðjónsson, Fram Árni Vilhjálmsson, Breiðablik Kristján Gauti Emilsson, FH13.07: Hallgrímur Jónasson er einnig kominn aftur eftir meiðsli. Það er enginn leikmaður í hópnum sem er í banni gegn Slóveníu. Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason eru allir í banni þá og því ekki valdir núna.13.05: Hóparnir eru komnir í hendur blaðamanna og verða birtir hér að neðan innan skamms. Stóru tíðindin eru þau að Eiður Smári Guðjohnsen er valinn í hópinn á nýjan leik. Kolbeinn Sigþórsson snýr einnig aftur eftir meiðsli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira