Þröstur fer úr leikhúsinu í laxeldi Freyr Bjarnason skrifar 31. desember 2013 07:00 Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson flytur vestur á Bíldudal í vor þar sem hann mun starfa við laxeldi. Fréttablaðið/GVA Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hættir störfum í Borgarleikhúsinu í vor og flytur á æskuslóðir sínar í Bíldudal. Þar ætlar hann að starfa hjá Arnarlaxi, nýstofnuðu laxeldisfyrirtæki Matthíasar Garðarssonar. „Það er verið að bæta við 150 störfum í bæinn og það eru ekki nema 170 manns sem búa þarna,“ segir Þröstur Leó, sem líst vel á hinn nýja starfsvettvang. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti leikarinn að gerast framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi en hann segir það ekki rétt. „Ég mæti bara á staðinn. Ég hef unnið við þetta áður og þekki því aðeins inn á þetta. Ég er ekkert að fara í neinn forstjórastól en það getur verið að ég taki þetta yfir einhvern tímann,“ segir hann og hlær. Eins og flestir vita eru leikarar ekki hálaunamenn. Aðspurður hvort launin séu ástæðan fyrir vistaskiptunum segir Þröstur Leó að vissulega fái hann pottþétt betri laun í laxeldinu en í leikhúsinu. „En mig langar bara að breyta til. Ég geri þetta reglulega, kannski á tíu ára fresti. Þá fer ég eitthvað og kúpla mig út.“ Hann segir að laxeldið eigi vel við sig, en hann starfaði við bleikjueldi í Tálknafirði 1999 til 2000 ásamt því að vera á sjónum. „Það er ógeðslega gaman að gera þetta, mér finnst það alveg frábært. Ég og fiskar eigum samleið...þó ég sé naut.“ Leikarinn ætlar að flytja einn á Bíldudal til að byrja með og skilja fjölskylduna eftir fyrir sunnan. Er konan ánægð með þetta? „Já, já. Að fá alltaf ferskan lax? Það er plús, þá þarf ekki að veiða hann.“ Aðspurður segir bjarta framtíð í laxeldi á Íslandi. „Ég held að menn séu búnir að læra af öllum þeim mistökum sem þeir gerðu fyrst til að byrja með.“ Matthías Garðarsson er fæddur og uppalinn á Bíldudal en flutti til Noregs fyrir 35 árum þar sem hann byggði upp laxeldi og stærsta útflutningsfyrirtæki Noregs á sviði frystra laxaafurða. Hann hefur nú ákveðið að flytja matvælaiðjuna til Vestfjarða. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru, muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015 til 2016. Þröstur Leó hefur verið fastráðinn í Borgarleikhúsinu undanfarin ár. Þar áður starfaði hann hjá Þjóðleikhúsinu í tíu ár. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann Edduverðlaunin 2003. Þröstur hefur einnig hlotið Grímuverðlaun fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum, og Koddamanninum. Meðal nýlegra hlutverk hans eru Coleman í Vestrinu eina, Barði í Fólkinu í kjallaranum og hlutverk í Fló á skinni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hættir störfum í Borgarleikhúsinu í vor og flytur á æskuslóðir sínar í Bíldudal. Þar ætlar hann að starfa hjá Arnarlaxi, nýstofnuðu laxeldisfyrirtæki Matthíasar Garðarssonar. „Það er verið að bæta við 150 störfum í bæinn og það eru ekki nema 170 manns sem búa þarna,“ segir Þröstur Leó, sem líst vel á hinn nýja starfsvettvang. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti leikarinn að gerast framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi en hann segir það ekki rétt. „Ég mæti bara á staðinn. Ég hef unnið við þetta áður og þekki því aðeins inn á þetta. Ég er ekkert að fara í neinn forstjórastól en það getur verið að ég taki þetta yfir einhvern tímann,“ segir hann og hlær. Eins og flestir vita eru leikarar ekki hálaunamenn. Aðspurður hvort launin séu ástæðan fyrir vistaskiptunum segir Þröstur Leó að vissulega fái hann pottþétt betri laun í laxeldinu en í leikhúsinu. „En mig langar bara að breyta til. Ég geri þetta reglulega, kannski á tíu ára fresti. Þá fer ég eitthvað og kúpla mig út.“ Hann segir að laxeldið eigi vel við sig, en hann starfaði við bleikjueldi í Tálknafirði 1999 til 2000 ásamt því að vera á sjónum. „Það er ógeðslega gaman að gera þetta, mér finnst það alveg frábært. Ég og fiskar eigum samleið...þó ég sé naut.“ Leikarinn ætlar að flytja einn á Bíldudal til að byrja með og skilja fjölskylduna eftir fyrir sunnan. Er konan ánægð með þetta? „Já, já. Að fá alltaf ferskan lax? Það er plús, þá þarf ekki að veiða hann.“ Aðspurður segir bjarta framtíð í laxeldi á Íslandi. „Ég held að menn séu búnir að læra af öllum þeim mistökum sem þeir gerðu fyrst til að byrja með.“ Matthías Garðarsson er fæddur og uppalinn á Bíldudal en flutti til Noregs fyrir 35 árum þar sem hann byggði upp laxeldi og stærsta útflutningsfyrirtæki Noregs á sviði frystra laxaafurða. Hann hefur nú ákveðið að flytja matvælaiðjuna til Vestfjarða. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru, muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015 til 2016. Þröstur Leó hefur verið fastráðinn í Borgarleikhúsinu undanfarin ár. Þar áður starfaði hann hjá Þjóðleikhúsinu í tíu ár. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann Edduverðlaunin 2003. Þröstur hefur einnig hlotið Grímuverðlaun fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum, og Koddamanninum. Meðal nýlegra hlutverk hans eru Coleman í Vestrinu eina, Barði í Fólkinu í kjallaranum og hlutverk í Fló á skinni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira