Innlent

Fimmtán milljónir í bætur á Vatnsenda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Enn er verið að greiða úr lóðadeilum á Vatnsenda.
Enn er verið að greiða úr lóðadeilum á Vatnsenda. Fréttablaðið/Valli
Bæjaráð Kópavogs hefur ákveðið að áfrýja dómi um að bærinn eigi að greiða tveimur fjölskyldum samtals 15 milljón króna bætur vegna sumarbústaðalóða sem teknar var eignarnámi í tengslum við uppbyggingu á Vatnsenda á síðasta áratug.

Lóðaréttindin byggðu á samningum frá 1960 við þáverandi Vatnsendabónda um lóðaleigu til 99 ára upp af svokallaðri Grænugróf. Í október 2006 kröfðust lóðarhafarnir bóta eftir að Kópavogsbær skipulagði byggð á svæðinu. Í málinu vísaði Kópavogsbær til þess að lóðarhafarnir hefðu aldrei byggt neitt á lóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×