Innlent

Snjóframleiðsla það sem koma skal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi í Kópavogi, er ánægð með skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi í Kópavogi, er ánægð með skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
„Snjóframleiðsla er það sem koma skal,“ segir í bókun, sem Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, lagði fram í bæjarráði þegar þar var tekin fyrir fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.



„Undirrituð vill fagna nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem áhersla er lögð á bætta skíðaaðstöðu fyrir fjölskylduna, almenning, grunnskólanema og afreksíþróttafólk,“ bætti Una María við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×