Innlent

Eignarnámi beitt á snjóflóðahús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Snjóflóðahætta er á Seljalandsvegi á Ísafirði.
Snjóflóðahætta er á Seljalandsvegi á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Einróma bæjarstjórn Ísafjarðar hefur ákveðið að taka eignarnámi einbýlishús sem stendur á snjóflóðahættusvæði á Seljalandsvegi.

„Viðræður um kaup á fasteigninni hafa reynst árangurlausar,“ segir bæjarstjórnin um ástæðu eignarnámsins. Það feli í sér að ágreiningur um fjárhæð eignarnámsbóta fari fyrir matsnefnd eignarnámsbóta.

Umrætt hús er tæpir 190 fermetrar byggt árið 1937.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×