Innlent

Leiðarljós og Geðhjálp styrkt

Freyr Bjarnason skrifar
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnet, afhenti Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur hjá Geðhjálp og Báru Sigurjónsdóttur hjá Leiðarljósi, styrkina.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnet, afhenti Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur hjá Geðhjálp og Báru Sigurjónsdóttur hjá Leiðarljósi, styrkina.
Leiðarljós og Geðhjálp fengu í gær afhenta fjárstyrki frá Landsneti.

Hefð er fyrir því hjá Landsneti að styrkja gott málefni í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort.

Að þessu sinni urðu fyrir valinu samtökin Geðhjálp, sem gæta hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, og stuðningsmiðstöðin Leiðarljós, fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×