Innlent

Betra eftirlit með gæðum og árangri

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Nú er hægt að sjá hve margir liggja á sjúkrahúsum, hversu margir leggjast inn og hversu margir útskrifast dag hvern.
Nú er hægt að sjá hve margir liggja á sjúkrahúsum, hversu margir leggjast inn og hversu margir útskrifast dag hvern.
Komið hefur verið á rafrænum sendingum upplýsinga í rauntíma um starfsemi sjúkrahúsanna. Þær gera Landlæknisembættinu kleift að vinna með og birta upplýsingar um starfsemi legudeilda frá degi til dags og samfellt aftur til ársins 1999.

Nú er því hægt að sjá hve margir liggja á sjúkrahúsum, hversu margir leggjast inn og hversu margir útskrifast dag hvern. Enn fremur á hvaða deildum inniliggjandi sjúklingar sækja sér þjónustu á deildum.

Að sögn Landlæknisembættisins er þetta bylting í heilbrigðistölfræði á Íslandi og mun gerbreyta möguleikum á eftirliti með starfsemi, gæðum og árangri þjónustunnar. Fram til þessa hafa gögn til vinnslu verið alla jafna tveggja ára gömul.

Gögn frá sjúkrahúsum berast með dulkóðuðum og rafrænum hætti til embættis landlæknis og tölfræðiskýrslur um starfsemi sjúkrahúsa koma nú út á vef embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×