Innlent

Minnka eftirlit með velferð dýra

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Oft hafa komið upp mál hér á landi þar sem aðbúnaði hefur verið ábótavant hjá þeim sem halda skepnur.
Oft hafa komið upp mál hér á landi þar sem aðbúnaði hefur verið ábótavant hjá þeim sem halda skepnur. Mynd/GVA
Lagt er til að eftirlit um velferð dýra byggist á áhættuflokkun í stað þess að eftirlitsheimsóknir eigi sér stað annað hvert ár hið minnsta í nýju frumvarpi til laga.

Á síðasta kjörtímabili voru ný lög um velferð dýra samþykkt á Alþingi sem eiga að taka gildi 1. janúar 2014. Nú hefur verið lögð til breyting á einni tiltekinni grein sem varðar opinbert eftirlit af hálfu Matvælastofnunar. Í nefndaráliti kemur fram að sveigjanleiki eftirlitskerfisins sé meiri með áhættuflokkun en reglubundnum heimsóknum og leggur meirihluti nefndar til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Í umræðum um málið spurði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvað það væri sem hvetji til að slakað verði á eftirlitinu þegar lögin hafa ekki verið reynd. 

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði það hljóta að vera markmið að vera ekki með of íþyngjandi eftirlit í íslenskum atvinnurekstri, eftirlitsiðnaðurinn væri of þungur og kostnaðurinn lenti á neytendum landsins. Einnig að fyrirmyndarbú væru rekin um allt land og því óþarfi að eftirlit með reglulegu millibili væri lögbundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×