Lífið

Konungleg trúlofun á næsta leiti

Harry prins og Cressida kynntust í gegnum Evgeníu prinsessu. Móðir Cressidu er lafði Mary-Gaye Georgiana Lorna Curzo. Hún er hálfsystir leikkonunnar Isabellu Anstruther-Gough-Calthorpe, sem er trúlofuð Sam Branson, syni Richards Branson, eins þekktasta kaupsýslumanns í Bretlandi.
Harry prins og Cressida kynntust í gegnum Evgeníu prinsessu. Móðir Cressidu er lafði Mary-Gaye Georgiana Lorna Curzo. Hún er hálfsystir leikkonunnar Isabellu Anstruther-Gough-Calthorpe, sem er trúlofuð Sam Branson, syni Richards Branson, eins þekktasta kaupsýslumanns í Bretlandi. AFP/NordicPhotos
Harry prins, sem er fjórði í erfðaröð bresku krúnunnar, og kærasta hans, Cressida Bonas, ætla að fara með sambandið á næsta stig ef marka má breska slúðurmiðla.

Parið hefur verið saman um átján mánaða skeið. Harry og Cressida voru fyrst mynduð saman opinberlega í skíðaferð í Verbier í janúar.

Cressida, sem er tuttugu og fjögurra ára, fékk samþykki konunglegu fjölskyldunnar í október þegar hún eyddi helgi með Harry, Karli Bretaprins og Kamillu, hertogaynju af Cornwall, í Sandringham.

Þá fór Harry prins og hitti föður Cressidu, Jeffrey Bonas, í fyrsta sinn fyrir nokkru síðan. Þeir spiluðu saman golf og fór vel á með þeim.

„Höllin er í viðbragðsstöðu fyrir aðra trúlofun,“ segir heimildarmaður Grazia í Bretlandi, en Harry var trúlofaður fyrrum unnustu sinni, Chelsy Davy, sem hann var með í sjö ár.

Parið hætti saman árið 2011.

„Það gæti verið von á tilkynningu um trúlofun fyrr en fólk grunar,“ segir sami heimildarmaður Grazia, en Harry er um þessar mundir í suðurskautsleiðangri til styrktar góðu málefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×