Innlent

1.800 manns hafa skrifað undir

Freyr Bjarnason skrifar
Yfir 1.800 manns vilja að ráðningarsamningur Páls Magnússonar verði ekki endurnýjaður.
Yfir 1.800 manns vilja að ráðningarsamningur Páls Magnússonar verði ekki endurnýjaður. Fréttablaðið/GVA
Rúmlega 1.800 manns höfðu síðdegis í gær skrifað undir áskorun á netinu þar sem stjórn Ríkisútvarpsins er hvött til að framlengja ekki ráðningarsamning við núverandi útvarpsstjóra, Pál Magnússon.

Undirskriftasöfnunin hófst á mánudaginn.

Í áskoruninni er því mótmælt hvernig staðið hefur verið að yfirstjórn Ríkisútvarpsins og hvernig forgangsraðað er í fjármálum stofnunarinnar með aför að kjarna starfseminnar. Farið er fram á að staða útvarpsstjóra verði auglýst og sett verði skilyrði um víðtækan skilning á hlutverki almannaútvarps og lagaskyldum Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×