Innlent

Neytendur krefja endurgreiðslu með bréfi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir neytendur ekki eiga að bera ábyrgðina.
Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir neytendur ekki eiga að bera ábyrgðina.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið staðlað bréf fyrir neytendur sem þeir geta notað til að krefja lánastofnanir endurgreiðslu ofgreidds lánskostnaðar. Um er að ræða samninga um neytendalán með ólögmætum skilmálum á borð við gengistryggingu eða til að mynda þar sem upplýsingar um lánskostnað eru ekki tilgreindar með skýrum hætti.

„Hugmyndin að þessu bréfi kom upp vegna tilkynningar Lýsingar um að fólk þyrfti að sækja um leiðréttingu fyrir ákveðinn tíma annars yrði það fyrnt. Við vildum gera neytendum auðveldara fyrir með stöðluðu bréfi,“ segir Vilhjálmur Bjarnson, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hann segir neytendur á Íslandi ekki nógu vakandi fyrir að virkja sinn rétt. „En í raun eiga neytendur ekki að þurfa að standa í þessu. Lánastofnunin á af eigin frumkvæði að bera ábyrgð á að leiðrétta lánin. Neytandinn á ekki að hafa áhyggjur af því að það sé verið að svíkja hann í samningum. En þetta bréf getur þó hjálpað til,“ segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×