„Svona tækifæri gefast ekki oft á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Bræðurnir með Sverri Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram, á milli sín. Fram keypti Jóhannes Karl frá ÍA en kaupverð var ekki gefið upp. fréttablaðið/vilhelm „Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira