„Svona tækifæri gefast ekki oft á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Bræðurnir með Sverri Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram, á milli sín. Fram keypti Jóhannes Karl frá ÍA en kaupverð var ekki gefið upp. fréttablaðið/vilhelm „Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
„Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira