Lífið

Á lista með Rolex-úrum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Magnús D. Michelsen er ánægður með þann áhuga sem úrin hafa fengið.
Magnús D. Michelsen er ánægður með þann áhuga sem úrin hafa fengið. mynd/elín geira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er ákaflega gaman að þessu,“ segir Magnús D. Michelsen, markaðsstjóri Michelsen úrsmiða, en eitt úr fyrirtækisins komst á lista sem aBlogtoWatch.com, stærsta úrasíða í heiminum, birti fyrir skömmu.

Um er að ræða lista yfir bestu jólagjafirnar og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt úr kemst á þennan lista. „Á listanum eru mörg þekktustu merki heims eins og Rolex og Patek Philippe og mörg fleiri merki,“ bætir Magnús við.

Þess má til gamans geta að úrið sem komst á listann kallast Arctic Explorer og er sams konar úr og Vilborg Anna Gissurardóttir pólfari bar þegar hún gekk á suðurpólinn.

Þetta er þó ekki í eina skiptið sem Michelsen kemur fyrir á vefsíðunni. „Ég var í viðtali við síðuna. Þetta er reglulegt viðtal þar sem fólk úr úrageiranum tjáir sig um draumaúrið og það var mjög ánægjulegt að komast í þetta viðtal.“ Hér má sjá viðtalið við Magnús í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.