Vissum að samningur myndi valda urgi Ugla Egilsdóttir skrifar 7. desember 2013 10:00 Aðalsteinn Ásberg segir rithöfunda og útgefendur vera í raun samherja. „Útgefendur hefðu ekki samþykkt samningana ef samninganefnd rithöfunda hefði ekki gengið að kröfu þeirra um lægri kiljuprósentu. Þá hefðu þeir ekki viljað ganga til samninga yfirhöfuð,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður samninganefndar rithöfunda um nýlega samninga á milli rithöfunda og útgefenda. Áður fengu höfundar sömu prósentu af kiljum og af harðspjaldabókum, 23 prósent af heildsöluverði af hverri seldri bók. Nú lækkar prósentan sem rithöfundar fá af kiljum niður í 18 prósent en hlutfall af harðspjaldabókum stendur í stað. „Við mættumst þarna með okkar sjónarmið og svona varð niðurstaðan. Það sem er mikilvægast fyrir rithöfunda er að einhver samningur sé í gildi, því að það er ekki sjálfgefið. Við þekkjum líka þá stöðu. Í Svíþjóð til dæmis misstu höfundarnir samninga við bókaútgefendur fyrir nokkrum árum. Svona samningar eru ekki í gildi þar og það gróf undan höfundunum. Þetta virtist okkur vera skynsamlegast í stöðunni,“ bætir Aðalsteinn Ásberg við. Samningarnir eru ekki að öllu leyti afturför fyrir rithöfunda að mati Aðalsteins Ásbergs. „Við náðum líka fram kjarabótum í þessum samningum, eins og milliuppgjöri sem skiptir rithöfunda máli.“ Áður fengu rithöfundar yfirleitt ekki greitt fyrir sölu bóka nema einu sinni á ári. „Svo verður líka að taka það fram að þetta eru lágmarkssamningar. Það er ekki hægt að banna neinum að semja um hærri prósentu ef hann er í aðstöðu til þess. En við vissum að þetta myndi valda urg. Það er ekkert gaman að kynna svona breytingu.“ Aðalsteinn Ásberg segir hins vegar ekki um venjulega kjarasamninga að ræða „Mönnum hættir til að stilla útgefendum og rithöfundum upp sem andstæðingum, en þeir eru í raun og veru samherjar. Þeir eru ekki öndverðir pólar. Þeir eru að vinna að sameiginlegum hagsmunum.“ Aðalsteinn Ásberg segir að nauðsynlegt hafi verið að uppfæra gamla samninginn vegna þess að hann hafi ekki verið virkur í raun og veru. „Það sem er mikilvægt í svona samningi er að hann sé ekki á skjön við raunveruleikann; að hann sé eitthvað sem hægt er að virða og fara eftir í raun og veru. Það verður að segja um gamla samninginn sem gilti fram til þessa að það voru ýmis ákvæði í honum sem voru brotin og allir gerðu sér grein fyrir því og það var erfitt að snúa þeirri þróun við.“ Tengdar fréttir Ákveðin stétt tekin fyrir Hildi Knútsdóttur finnst nýir samningar milli rithöfunda og útgefenda ósanngjarnir. 7. desember 2013 10:00 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Útgefendur hefðu ekki samþykkt samningana ef samninganefnd rithöfunda hefði ekki gengið að kröfu þeirra um lægri kiljuprósentu. Þá hefðu þeir ekki viljað ganga til samninga yfirhöfuð,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður samninganefndar rithöfunda um nýlega samninga á milli rithöfunda og útgefenda. Áður fengu höfundar sömu prósentu af kiljum og af harðspjaldabókum, 23 prósent af heildsöluverði af hverri seldri bók. Nú lækkar prósentan sem rithöfundar fá af kiljum niður í 18 prósent en hlutfall af harðspjaldabókum stendur í stað. „Við mættumst þarna með okkar sjónarmið og svona varð niðurstaðan. Það sem er mikilvægast fyrir rithöfunda er að einhver samningur sé í gildi, því að það er ekki sjálfgefið. Við þekkjum líka þá stöðu. Í Svíþjóð til dæmis misstu höfundarnir samninga við bókaútgefendur fyrir nokkrum árum. Svona samningar eru ekki í gildi þar og það gróf undan höfundunum. Þetta virtist okkur vera skynsamlegast í stöðunni,“ bætir Aðalsteinn Ásberg við. Samningarnir eru ekki að öllu leyti afturför fyrir rithöfunda að mati Aðalsteins Ásbergs. „Við náðum líka fram kjarabótum í þessum samningum, eins og milliuppgjöri sem skiptir rithöfunda máli.“ Áður fengu rithöfundar yfirleitt ekki greitt fyrir sölu bóka nema einu sinni á ári. „Svo verður líka að taka það fram að þetta eru lágmarkssamningar. Það er ekki hægt að banna neinum að semja um hærri prósentu ef hann er í aðstöðu til þess. En við vissum að þetta myndi valda urg. Það er ekkert gaman að kynna svona breytingu.“ Aðalsteinn Ásberg segir hins vegar ekki um venjulega kjarasamninga að ræða „Mönnum hættir til að stilla útgefendum og rithöfundum upp sem andstæðingum, en þeir eru í raun og veru samherjar. Þeir eru ekki öndverðir pólar. Þeir eru að vinna að sameiginlegum hagsmunum.“ Aðalsteinn Ásberg segir að nauðsynlegt hafi verið að uppfæra gamla samninginn vegna þess að hann hafi ekki verið virkur í raun og veru. „Það sem er mikilvægt í svona samningi er að hann sé ekki á skjön við raunveruleikann; að hann sé eitthvað sem hægt er að virða og fara eftir í raun og veru. Það verður að segja um gamla samninginn sem gilti fram til þessa að það voru ýmis ákvæði í honum sem voru brotin og allir gerðu sér grein fyrir því og það var erfitt að snúa þeirri þróun við.“
Tengdar fréttir Ákveðin stétt tekin fyrir Hildi Knútsdóttur finnst nýir samningar milli rithöfunda og útgefenda ósanngjarnir. 7. desember 2013 10:00 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ákveðin stétt tekin fyrir Hildi Knútsdóttur finnst nýir samningar milli rithöfunda og útgefenda ósanngjarnir. 7. desember 2013 10:00