Lífið

Heimsókn frá kólumbískum kaffibónda

Ugla Egilsdóttir skrifar
Luis og Ólafur eru báðir miklir smekkmenn.
Luis og Ólafur eru báðir miklir smekkmenn. Fréttablaðið/Stefán
Eigendur K-bar fengu heimsókn frá bóndanum sem býr til kaffið sem verður á boðstólum hjá þeim. „Hann heitir Luis Velez,“ segir Ólafur Örn Ólafsson á K-bar.

„Metnaður Luis Velez í lífinu er að búa til besta kaffið í heiminum. Hann er nýfarinn að rista kaffið heima hjá sér. Leiðin af akrinum styttist töluvert við það. Við flytjum það inn beint hingað í lofttæmdum umbúðum, þannig að það skilar sér til okkar í sama ástandi og það var í fyrir mánuði síðan í Kólumbíu. Við viljum halda því fram að varan sé ferskari fyrir vikið.“

Í næstu viku opnar K-bar fyrr á morgnana og þá verður boðið upp á þetta kólumbíska kaffi. Hingað til hefur K-barinn fyrst og fremst verið veitingastaður en verður nú bæði kaffihús og veitingastaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.